Skírnir - 01.09.2001, Page 199
SKÍRNIR
SMÁTT OG STÓRT í SAGNFRÆÐI
463
um er það áhyggjuefni að flokkun í tölfræði byggist alltaf á
ákveðnum forsendum - að tölfræðilegar heimildir eru „vitsmuna-
leg mannvirki" sem lúta lögmálum þeirra hugsana sem höfundur
heimildarinnar gefur þeim (bls. 114). Fyrir vikið fá þeir félags-
sagnfræðingar, allt frá Charles Tilly til undirritaðs, á baukinn sem
hafa nýtt gögn á tölfræðilega vísu eða rakið þróun tiltekinna fyr-
irbæra yfir lengri tíma, í mynd makrósögu eða almennrar sögu.
Undirrituðum er þannig legið á hálsi m.a. fyrir að hafa rakið „þró-
un félagssögunnar hér á landi ... í anda yfirlitssögunnar ..."
(Einvæðing, bls. 126). Og á öðrum stað, neðanmáls, er þess getið
að út sé komið ritið Kristni á Islandi, „yfirlitsrit í klassískum stíl“,
sem undirritaður hafi átt þátt í að semja (Einvæðing, bls. 128).
Sagnritun af þessum toga álítur Sigurður Gylfi auðsæilega víti til
varnaðar, a.m.k. þeim sem vilja telja sig til félagssagnfræðinga.
En út á hvað gengur þá valkosturinn, „einvæðing sögunnar" ?
Sigurður Gylfi lýsir henni þannig:
Hún felur í sér að beina sjónum inn á við og rannsaka nákvæmlega ein-
staka þætti og drætti í atburðum og fyrirbærum sem við kjósum að gera
að umtalsefni. Þar er hugmyndin sú að áherslan geti aldrei orðið önnur en
á efnið sjálft sem er undir smásjánni ... Einvæðingin snýst með öðrum
orðum um að finna leið til að rannsaka viðfangsefnið í eigin röklegu og
menningarlegu samhengi og leitast þannig við að aftengja „manngerða"
hugmyndapakka stórsagnanna ... Einvæðingin felst þannig í að komast
undan stórsögunum sem stjórna rannsóknarferlinu og gefa rannsóknun-
um þess í stað færi á að finna sinn farveg innan viðfangsefnisins með hug-
myndafræði einsögunnar sér til fulltingis (Einvæðing, bls. 137-139).32
Þessi stefna verður helst kennd við þekkingarfræðilega eindar-
hyggju (atómisma) og heimildahyggju. Afneitað er röklegu sam-
bandi hins einstaka og almenna, eindar og heildar. Að undanskil-
inni „hugmyndafræði einsögunnar" teljast kenningar í sagnfræði
til óþurftar; þar á meðal er nývæðingarkenningin höfð sérstaklega
að skotspæni. Jafnframt eru áhrif félagsvísindanna á sagnfræðiiðk-
anir álitin af hinu vonda.
32 Nokkurn veginn samhljóða er lýsing Sigurðar Gylfa á „einvæðingu sögunnar"
í hinum enska texta ráðstefnugreinarinnar, „The Contours of Social History",
bls. 103.