Skírnir - 01.09.2001, Side 200
464
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
Nú má taka undir það með Sigurði Gylfa að ekki er auðvelt að
greiða úr sambandi hins einstaka og almenna í sagnfræði fremur
en í öðrum mannvísindum; hér er víst um að ræða eitt sígildasta
úrlausnarefni þekkingarfræðinnar. Lengi vel þóttust sagnfræðing-
ar geta leitt það hjá sér, með vísun til þess að sagnfræði fjallaði um
hið einstaka og sérstaka (Einmaligkeit), ólíkt náttúruvísindum og
félagsvísindum sem leituðu að almennum reglum og settu fram al-
hæfingar um hátterni fyrirbæranna. Þetta var á þeim góðu, gömlu
dögum historismans sem mótaði mjög viðhorf sagnfræðinga á 19.
öld. Samhliða honum dafnaði sjónarmið staðreyndapósitívismans,
þ.e. að sagnfræði snerist um að safna áreiðanlegum staðreyndum
um hvað hefði í raun gerst í fortíðinni.33 I því sambandi töldust
kenningar óþarfar og beinlínis til óþurftar, því að staðreyndirnar
töluðu sínu máli, nánast af sjálfu sér.
Togstreita hins einstaka og hins almenna í mannvísindum
speglar að sínu leyti þau kjör mannsins að vera í senn frjáls og
bundinn í athöfnum sínum, vera í senn gerandi og hluti af samfé-
lagsgerð. Á 19. öld, á mótunarskeiði þeirra fræðigreina sem heyra
undir mannvísindi, voru lögð drög að þeirri verkaskiptingu milli
sagnfræði og t.d. félagsfræði að hin fyrrnefnda tæki til athugunar
þær athafnir manna sem lýsa vilja- og einstaklingsfrelsi þeirra,
einkum stjórnmálaathöfnum, en hin síðarnefnda einbeitti sér að
þeim athöfnum sem hlíta fremur hugsunarlitlum venjum og regl-
um. Um hinn fyrrnefnda flokk athafna var augljóslega erfiðara að
setja fram alhæfingar heldur en um síðarnefnda flokkinn. Sagn-
fræðin sat aðallega uppi með manninn sem tiltölulega frjálsan
einstakling en félagsfræðin með manninn bundinn í báða skó.34
Sem kunnugt er hefur skilningur á tengslum þeirra fræðigreina
sem fjalla um mannlegt samfélag og menningu tekið miklum
breytingum, einkum á síðari helmingi 20. aldar. Greinarmunur á
33 Loftur Guttormsson, „Sagnfræði og félagsfræði. Sambúðarvandamál þeirra
skoðuð í sögulegu ljósi“, Saga 16 (1978), bls. 203-204. Knut Kjeldstadli, „His-
tory as Science", Making a Historical Culture. Historiography in Norway. Rit-
stj. William H. Hubbard o.fl. (Osló 1995), bls. 53-55.
34 Sjá um þetta síðari hluta greinar minnar, „Sagnfræði og félagsfræði“, Saga 17
(1979), bls. 204-220.