Skírnir - 01.09.2001, Síða 201
SKÍRNIR
SMÁTT OG STÓRT í SAGNFRÆÐI
465
sagnfræði, mannfræði og félagsfræði hefur með tímanum orðið
harla óljós.35 Sagnfræðingar hafa þannig í vaxandi mæli tekið mið
af kenningum og kenningarlegum sjónarmiðum í rannsóknum
sínum á fyrirbærum fortíðar.36 Hvað sagnfræðinni viðvíkur, varð
þessi aðferðafræðilega nálgun mest áberandi samhliða eflingu og
vexti hagsögu og félagssögu.37 Á áttunda áratuginum var svo
komið að menn hikuðu ekki við að tala um sagnfræði sem sögu-
leg félagsvísindi.38 Síðan hafa starfað með blóma fræðasamtök
beggja megin Atlantsála sem kenna sig við félagsvísindasögu.
Eins og vænta mátti risu ýmsir sagnfræðingar öndverðir gegn
þessari þróun; viðbrögðin héldust mjög í hendur við breytingar á
gerð kapítalískra þjóðfélaga, vaxandi áhuga á menningar- og hug-
myndasögu og vöxt póstmódernisma. Líta má á tilkomu míkró-
sögu sem eina birtingarmynd þessara almennu breytinga. En eins
og þegar er fram komið, fer því fjarri að míkrósaga yfirleitt bein-
ist gegn viðleitni manna til þess að komast að almennri þekkingu
á samfélagi og menningu liðins tíma. Nær lagi er að líta á rann-
sóknir í anda hennar sem viðurkenningu á því að traust þekking á
hinu „stóra“ fáist ekki án ítarlegrar athugunar á hinu „smáa“. Því
fer fjarri að míkrósagnfræðingar yfirleitt líti svo á að rannsóknir
þeirra stangist á við markmið makrósögu eða yfirlitssögu. Margir
þeirra beita kenningum á mjög vísvitandi hátt eða ganga a.m.k. út
frá ákveðnum kenningarlegum sjónarmiðum (t.d. Sabean, Medick
og Appel). Margir sagnfræðingar eru líka þeirrar skoðunar að í
frjálsu samspili hins stóra og hins smáa felist einmitt einn helsti
vaxtarbroddur fræðanna um manninn í samfélagi liðins tíma. Að
35 Sjá t.d. Knut Kjeldstadli, Fortida er ikke hvad den en gang var. En innfering i
historiefaget, 2. útg. (Osló 1999), bls. 104-112.
36 Kenningarleg sjónarmið tákna hér almennar hugmyndir, oftast mótaðar fyrir-
fram, óháðar tilteknum heimildum, um það hvernig einstök atriði og stað-
reyndir tengjast innbyrðis í sagnfræðilegri rannsókn. Þetta hugtak hefur hér
öllu víðari og almennari merkingu en fræðikenning (teori), sjá t.d. Kjeldstadli,
Fortida, bls. 133-134.
37 Sjá Guðmund Jónsson, „Sagnaritun um hagsögu 19. og 20. aldar“, Saga 38
(2000), bls. 167-171, og Loft Guttormsson, „Rannsóknir á félagssögu 19. og 20.
aldar“, bls. 138-139.
38 H.-U. Wehler, Geschichte als historische Sozialwissenschaft (Frankfurt 1973).