Skírnir - 01.09.2001, Page 202
466
LOFTUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
mínum dómi er t.d. ekki vafi á að Sigurði Gylfa tókst með riti
sínu, Menntun, ást og sorg, að veita nýstárlega innsýn í sveitasam-
félag 19. og 20. aldar einmitt vegna þess að þar fékk samspil hins
smáa og hins stóra að njóta sín.39
„ Einvœðing“ í ófæru
Boðskapur Sigurðar Gylfa um „einvæðingu sögunnar" sprettur af
vantrú hans á að hið einstaka og hið almenna geti með góðu móti
farið saman í sagnfræði; freisti menn þess á annað borð, þá vilji hið
smáa (einstaklingurinn) hverfa í skugga hins stóra (samfélags/
menningar). Hið stóra skekki myndina með því að einstaklingur-
inn sé þá sýndur miklu bundnari í athöfnum sínum en raun sé á.
Þess vegna kýs Sigurður Gylfi líka að hafna leiðsögn kenninga
(„stórsagna").
Lausnin sem Sigurður Gylfi þykist hafa fundið úr þessari klípu
leiðir að mínu viti í ófæru. Margt ber til þess og skal hér drepið á
nokkur veigamikil atriði.
Það er blekking að ætla að hægt sé að iðka sagnfræði án þess að
kenningar eða kenningarleg sjónarmið komi þar við sögu. Gerist
þetta ekki ljóst, þá er vísast að það gerist leynt.40 Kenningarleg
sjónarmið - meira og minna leyndar eða ljósar hugmyndir um eðli
manns og samfélags, um hreyfiöfl sögunnar, um einkenni ákveð-
inna tímabila í sögunni, um eðli sögulegrar þekkingar o.þ.h. -
segja til sín á öllum stigum rannsóknarinnar: við val á viðfangsefn-
um, val á viðeigandi heimildum, val á aðferðum við úrvinnslu, val
á skýringum og val á framsetningu. Tökum sem dæmi val við-
fangsefnis. Tilfinningin fyrir því hvað er markvert eða forvitnilegt
viðfangsefni verður ekki til í tómarúmi, heldur sprettur af fyrir-
fram hugmyndum eða tilgátum sem eiga sér oftast rætur í al-
39 Sjá lýsingu Sigurðar Gylfa á viðleitni hans sjálfs í þessa veru, „Félagssagan", bls.
47-48.
40 Eitt dæmi af mörgum úr íslenskri sagnritun er „sagan af þjóðríkismyndun ís-
lendinga 1830-1944“, sjá samnefnda grein Gunnars Karlssonar, Saga 38 (2000J,
bls. 109-134.