Skírnir - 01.09.2001, Page 203
SKÍRNIR
SMÁTT OG STÓRT í SAGNFRÆÐI
467
mennri söguþekkingu okkar.41 Bræðurnir frá Miðdalsgröf verða
þannig fyrst verulega áhugaverðir í ljósi hugmynda um nýjan
skilsmun menntaðra og ómenntaðra í íslensku sveitasamfélagi um
aldamótin 1900. Hið einstaka/sérstaka og hið almenna kallast á
þegar í upphafi rannsóknarferlisins.
í meðferð, mati og úrvinnslu heimilda verða kenningarleg
sjónarmið heldur ekki umflúin. Það er þversagnakennt að Sigurð-
ur Gylfi, sem kallar sig andsnúinn staðreyndapósitívisma, skuli
gerast talsmaður heimildahyggju með þeim boðskap sínum að
„áherslan geti aldrei orðið önnur en á efnið sjálft sem er undir
smásjánni ..." (Einvæðing, bls. 137-138). Hvað merkir þetta? Er
hér á kreiki gamla væntingin um að staðreyndirnar tali af sjálfu
sér? Nóg er þó af dæmum úr sögu sagnritunar til að sýna fram á
að slíkt gerist yfirleitt ekki.42 Skiljanlegra er það markmið að
rannsaka beri viðfangsefnið í „eigin röklegu og menningarlegu
samhengi ...“ (Einvæðing, bls. 137-138). En til þess að samheng-
ið ljúkist upp þarf almenna þekkingu á viðfangsefninu og á því
tímabili sem það snertir; slík þekking er aftur nátengd kenningar-
legum sjónarmiðum hvers og eins. Alténd er ljóst að „samhengið"
felst ekki í sjálfum heimildunum, heldur verður sagnfræðingurinn
að byggja það upp með því að tengja staðreyndirnar innbyrðis og
rekja þannig sögulegt ferli eða atburðarás.43
Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, verður hið almenna
heldur ekki umflúið þegar kemur að úrvinnslu gagna. Fram er
komið að tölfræðileg úrvinnsla er Sigurði Gylfa mikill þyrnir í
augum. En þess er að gæta að með flokkuninni, sem slík meðferð
gagna felur í sér, gerist í raun og veru hið sama og þegar menn í
daglegu tali heimfæra einstök atvik eða einstaklinga undir almenn
heiti; ákveðnir atburðir kallast „uppreisnir“ eða „byltingar“;
ákveðnir einstaklingar kallast „karlar" eða „konur“, „börn“ eða
41 David Sabean minnir réttilega á það, £ inngangi sínum að Property, Production
and Family, að: „It is not the scale of the exercise which determines the import-
ance of its questions ... The relevance of scale has largely to do with the nature
of the questions" (bls. 10).
42 Loftur Guttormsson, „Saga og félagsfræði“ (1978), bls. 200-202.
43 Kjeldstadli, Fortida, bls. 136.