Skírnir - 01.09.2001, Page 208
MÁR JÓNSSON
Getuleysi útgefenda?
Verk verba stöðugt aðfœbast að nýju
og Þar SeSnir ffreðimaðurinn mikil-
vregu Ijósmóðurhlutverki.
Pétur Gunnarsson
Helsti vandi íslenskra og norrænna fræða er að of fáir textar frá
miðöldum eru til í nógu góðum útgáfum. Þar á ég við fræðilegar
útgáfur í víðum skilningi, það er vandaðar útgáfur sem byggjast á
vinnu við handrit. Þær geta verið stafréttar, með samræmdri staf-
setningu fornri eða á íslensku nútíðarmáli. Enn notast fræðimenn
við útgáfur C.R. Ungers á postulasögum frá 1874 og heilagra-
mannasögum frá 1877, einnig landslög Magnúsar lagabætis í út-
gáfu frá 1847 og Jónsbók í útgáfu frá 1904. Þannig mætti lengur
telja og gefur augaleið að svo gömlum útgáfum hlýtur að vera
ábótavant miðað við þarfir nútímans, auk þess sem engin leið er að
nálgast þær nema á söfnum. Rétt er hjá Pétri Gunnarssyni að fleiri
nýjar útgáfur verða til á fornritum en á textum síðari alda, en bet-
ur má ef duga skal engu að síður.1 Sé hugað að Islendingasögum
kemur á daginn að engin saga hefur komið út í vandaðri útgáfu
byggðri á rannsókn handrita síðan Harðar saga og fleiri komu út
árið 1991 eftir þriggja áratuga undirbúning og þar á undan Hall-
1 Pétur Gunnarsson, „Um samhengisleysið í íslenskum bókmenntum." Tímarit
Máls og menningar 56, 1 (1995), bls. 18-19. Einkunnarorðin eru þar á bls. 17.
Grein mín byggir á erindinu Utgiverisk impotens á málþinginu Nordiske mid-
delaldertekster: Utgivere og brukere við Senter for hoyere studier, Det Norske
Videnskaps-Akademi, í Osló 29. apríl síðastliðinn; sjá http://www.shs.uio.no/
Groups/EdMa2000/symposium. Ekki reyndist unnt að þýða lýsingarorðið
beint og ég greip til nafnorðs sem ekki gerir sama gagn. Ég þakka Chris Sanders,
Guðvarði Má Gunnlaugssyni, Helle Degnbol, Jon Gunnar Jorgensen, Jonnu
Louis-Jensen og Karl Gunnar Johannsson fyrir þarflegar ábendingar að erindi
loknu og ég hef mildað mál mitt í samræmi við þær og aðrar frá öðrum fræði-
mönnum eftir yfirlestur. Nokkrar breytingar hafa og orðið á tölum og túlkun er
þar af leiðandi ekki alveg söm og þá, allra síðustu árum í hag.
Skírnir, 175. ár (haust 2001)