Skírnir - 01.09.2001, Page 217
SKÍRNIR
GETULEYSI ÚTGEFENDA?
481
norskrar textafræði. Það er ekki mikill vandi að láta línuna sprengja
skalann. Vinna verður bug á getuleysi útgefenda - öllum tegund-
um þess - með vandlegri og ferskri umhugsun um forsendur og
markmið framkvæmda. En hvað ber að gera? Hér kemur tvennt til
skoðunar í fyrstu umferð: textinn sjálfur og inngangur að honum.
Oft er sagt að langir inngangar að fræðilegum útgáfum eigi sök á
því að verk eru svo lengi í vinnslu sem raun ber vitni: hin óhjá-
kvæmilega stafsetningarlýsing, greining á innbyrðis tengslum
handrita, samhengi hins útgefna rits við önnur rit og samtímann,
bókmenntalegt og sögulegt gildi textans, ásamt öðru. Hvað varð-
ar útlit og framsetningu texta er líka sagt, en ekki jafn oft, að lík-
lega gefist of margir kostir sem hver einasti útgefandi þarf að hafa
áhyggjur af og velja á milli: stafbrigðarétt útgáfa, stranglega staf-
rétt útgáfa eða venjulega stafrétt, hæfilega samræmd útgáfa eða al-
veg samræmd, en síðast en ekki síst útgáfa á nútímaíslensku. Inn-
an hverrar tegundar eru afbrigði sem þarf að huga að, til dæmis um
greinarmerki og stóra eða litla bókstafi. Að auki þarf að taka af-
stöðu til þess hvort auðkenna á styttingar og bönd með skáletrun
eða öðrum hætti, en jafnframt kemur spurningin um það í hvaða
mæli á að birta lesbrigði neðanmáls eða aftanmáls. I þetta fer óra-
tími áður en hafist er handa við sjálfan textann og reyndar ekki
síður á meðan sú vinna fer fram.
Til þess að komast að því hvort valdi því frekar að útgáfur taka
langan tíma í vinnslu, inngangur eða texti, tók ég saman blaðsíðu-
fjölda hvors um sig í útgáfunum 123. Við talningu voru textaskýr-
ingar ekki teknar með eða nafna- og orðaskrár með öðru eins. Fá-
einar útgáfur eru reyndar án inngangs sem átti að koma í næsta
bindi og þeim er sleppt við útreikninga. Miðað er við útkomu
fyrsta bindis ef verkið er í mörgum bindum. Samanlagt urðu þetta
11.093 blaðsíður í inngöngum og 26.130 blaðsíður af texta =
37.223. í heildina var hlutfall inngangs og texta 0,42. Það þýðir að
sé texti 100 blaðsíður er inngangur 42 síður. Enginn munur er á
körlum og konum að þessu leyti, en öfgarnar eru frá hlutfallinu
0,02 hjá Agnete Loth í Late Medieval Icelandic Romances (1962)
og 0,05 hjá Ludvig Holm-Olsen í Konungs skuggsia (1945) upp í
6,2 hjá Kirsten Wolf í The Old Norse-Icelandic legend of Saint