Skírnir - 01.09.2001, Page 229
SKÍRNIR
VÍKINGAR OG VIKTORÍUMENN
493
hversu margir) menn viktoríutímans (ásamt völdum vísunum í
samhengi atburða for- og eftirviktoríutímans, texta og einstaklinga
innan og utan Bretlandseyja).’ Því miður var útilokað að koma fyrir
svo ögrandi orðalagi á bókarkápunni. (xi-ii)
Bók Wawns skiptist í fjóra hluta:
Fyrsti hluti, ‘Hazelling the Ground’ (Flestir höfundanna sem fjallað er
um í bókinni væru hæstánægðir með að sjá hið forna ensk-skandinavíska
‘hazelling’),2 er í þremur köflum: 1. Of Stockfish and Saga; 2. Georgian
Case Studies; 3. Protectors of Northern Arts.
Annar hluti, ‘Creating the Canon’, er í fjórum köflum: 4. Dead Kings
of Norroway; 5. Frithiof of Sognefjord; 6. George Dasent and Burnt
Njal; 7. The Eddas.
Þriðji hluti, ‘Philology and Mercury’, er í tveimur köflum: 8. The
Errander of Cheapinghaven; 9. William Morris and The Old Grey North.
Fjórði hluti, ‘Living the Old North’, er í þremur köflum: 10. Travels,
Trips and Trots; 11. Telling Viking Tales; 12. The Invisible College: Reso-
urces and Networks.
Loks er sérstakt niðurlag: ‘“Vikinglife” after the Victorians’, ásamt 45
bls. heimildaskrá og ítarlegri og áreiðanlegri nafnaskrá upp á 15 bls.
í fyrsta kafla Wawns, ‘Of Stockfish and Saga’, er að finna einkar grein-
argott yfirlit yfir tengsl þeirra u.þ.b. tólf 17. aldar rita, sem út komu á lat-
ínu í ritstjórn Skandínava á borð við Ole Worm og Thomas Bartholin, við
síðari verk á borð við samheitasafn Hickes. Wawn sýnir hvernig þessi
„fjöllaga fræðahefð“ (20) gat af sér „gotnesk ljóð og geigvænleg“3 á borð
við t.d.:
Yes - ‘tis decreed my Sword no more
Shall smoke and blush with hostile Gore;
To my great Father’s Feast I go,
Where luscious Wines for ever flow.
Which from the hollows Sculls we drain
Of Kings in furious Combat slain.
Þessar hendingar eru úr ‘Runic Odes’ sem Thomas Warton eldri „gaf
út 1748 - frá Ole Worm með millilendingu hjá Sir William Temple,“ og í
þeim er gömul þýðingarvilla þar sem „stríðsmenn drekka úr höfuðkúp-
um fjenda sinna“ en ekki rétta þýðingin þar sem þeir drekka úr „bjúgvið-
um hausa“ eða hornum. Þessi „hrollvekjandi mynd átti eftir að lifa góðu
lífi næstu 200 árin“ (22-23).
2 Þ.e. „hasla sér völl“. [Þýð.]
3 Þ.e. „... poems of the ‘griesly Gothick’ ilk ...