Skírnir - 01.09.2001, Síða 230
494
GARY L. AHO
SKÍRNIR
Wawn lýkur þessum kafla, sem þéttriðinn er upplýsingum um tugi lítt
kunnra þýðinga og útgáfna, með lista yfir þær hugmyndir sem uppi voru
við lok 18. aldar og lofar (hann stendur við það) að fara yfir þær í köflun-
um ellefu sem eftir eru.
Hér á eftir fer sá listi í styttu formi: i) Norðrið forna og málvísindin
nýju, ii) Fjölþjóðlega menningin fornnorræna, iii) Saxar eða Skandínavar,
Engil-Skandínavar eða fornnorrænir Normannar, iv) Hið riddaralega
norður, v) Fornnorrænir ‘villimenn’, vi) Fornnorræn átthagaást, vii) Hið
flokkspólitíska norður, viii) Námsskráin og norðrið forna, ix) Fornnor-
ræn hagsmunanet, x) Norðrið forna vestanhafs, xi) Hið skáldlega og
hversdagslega norður, xii) Fornnorræn ferðalög.4
I því skyni að ljúka kaflanum og líta til þess næsta segir Wawn að
„hluti þessara for-viktoríönsku ferðalanga á norðurslóðir lifði nógu lengi
til að rækta áhuga á fornnorrænum málefnum eftir að prinsessan unga,
Viktoría, settist í hásætið árið 1837. Við fæðingu þeirra vissu fáir Bretar
nokkuð um víkingana; þegar þeir liðu undir lok lifði goðsögnin um hinn
göfuga fornnorræna sækonung góðu lífi“ (33).
Annar kafli Wawns, ‘Georgian Case Studies’, snýst um þennan hóp
sem til teljast ferðalangar á borð við Sir John Thomas Stanley, Sir George
Mackenzie og Sir Henry Holland. „Rannsókn á verkunum, jafnt útgefn-
um sem óútgefnum, sem rekja má til ferða á norðurslóðir...varpar skýru
ljósi á hvernig fornnorræn menning var ræktuð í Bretlandi á meðan hand-
hafar konungsvalds stýrðu í umboði fyrir Viktoríu og fyrstu árin eftir að
hún tók við sjálf og sama má segja um minna kunnar ferðir Sir Thomas
Maryon Wilson“ (35). I umfjöllun Wawns um þessi verk koma fram skýr-
ar og ferskar hugmyndir. Einkum eru ummæli hans um tvær fræðilegar
ritgerðir um Geysi eftir Stanley gagnleg og um „persónulegt tilfinninga-
næmi“ hans eins og það birtist í bréfum, en þessi eiginleiki fékk Stanley
til að hlýða á „aðrar og eldri norrænar raddir“ (42). Wawn gerir einnig vel
ígrundaðar athugasemdir við viðbætur þær sem Stanley ritaði á fimmta
áratug 19. aldar í ferðadagbækur sem hann hélt í Islandsferð sinni árið
1789. Wawn segir minna um hina víðlesnu bók Mackenzies Travels in the
Island of Iceland in the Summer of 1810 (1811; 1812; 1842) en sérkenni-
legt leikrit sem Mackenzie skrifaði og sviðsetti í Edinborg vorið 1812;
hásir og hranalegir áhorfendur gerðu út af við það á skammri stundu.
Þessar óblíðu móttökur má allt eins rekja til íslenskrar jarðfræði og lélegs
4 Þ.e. „i) The old north and the new philology, ii) The multinational old north, iii)
The Saxon versus Scandinavian, Scando-Anglian versus Norman old north, iv)
The chivalric old north, v) The ‘barbarian’ old north, vi) Old northern regiona-
lism, vii) The party political old north, viii) The national curriculum old north,
ix) Old northern networking, x) The transatlantic old north, xi) The poetic and
prosaic old north, xii) Old northern travel.“