Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 231
SKÍRNIR
VÍKINGAR OG VIKTORÍUMENN
495
leiks eða stirðra samtala. Leikritið bar titilinn Helga og byggði á ágripi úr
Gunnlaugs sögu sem Holland hafði skrifað 1811 fyrir fyrstu útgáfuna af
ferðabók Mackenzies. Auk þess var lærð inngangsritgerð, „Preliminary
Dissertation on the History and Literature of Iceland", birt í öllum þrem-
ur útgáfum verksins, einnig eftir hinn bráðgera Henry Holland. Wawn fer
vel yfir og skýrir öll þessi verk, hin ýmsu tengsl þeirra og hvað þau segja
okkur um uppgang og vöxt hugmynda um fornöldina í norðri.
Aðrir ferðalangar til íslands frá þessum tíma njóta hins vegar lítillar at-
hygli. Sem dæmi má nefna Sir Joseph Banks sem fær nákvæmlega eina
setningu í bók Wawns; hann er auðkenndur sem „bresk hetja [...] félagi
Cooks í Suðurhöfum, náttúrufræðingur og frumherji íslandsleiðangra
árið 1772, og ástæðan fyrir stuðningi hans við málstað Islendinga í sam-
tímanum var aðdáun hans á víkinga- og söguöld íslands" (36). Banks var
svo sannarlega ‘frumherji’. Hann stýrði fyrsta rannsóknarleiðangrinum
til íslands sem var einnig líkast til sá best útbúni í allri sögu íslandsleið-
angra. Banks, sem var auðugur aðalsmaður, hafði fjármagnað hinn fræga
fyrsta leiðangur til Tahiti og einnig þann næsta, keypti besta búnað sem
völ var á, réð bestu lista- og vísindamenn o.s.frv. En því miður urðu deil-
ur um gistiaðstöðu um borð í skipinu svo hatrammar að Cook skipstjóri
sigldi ánjþess að taka Banks með sér. Banks leigði sér því skonnortu og
sigldi til Islands að skoða hveri og jökla. íslendingar voru furðu lostnir er
þeir sáu ríkmannlegar samkomur Banks-leiðangursins.
Wawn nefnir stuðning Banks við málstað íslendinga samtíma síns sem
var bæði einlægur og langvarandi (nafnspjald hans var skreytt upphleyptu
fslandskorti), en það var fleira en ‘aðdáun á víkinga- og söguöld íslands’
á bak við þann stuðning. Banks var mótfallinn einokun Dana í verslun og
útgerð og velti fyrir sér hvort koma mætti íslandi undir breska stjórn; lík-
ur eru á því að hann hafi átt þátt í hinni skammæju ‘byltingu’ sem gerð
var sumarið 1809. Þetta allt saman - sem er án vafa mjög athyglisverður
þáttur ensk-íslenskra tengsla - lætur Wawn eiga sig. Grasafræðingurinn
William Jackson Hooker og aðdáandi Jörundar hundadagakonungs, leið-
toga byltingarinnar, skrifaði í bók sinni Journal of a Tour in Iceland um
þá líflegu og oft annarlegu atburði sem áttu sér stað þetta sumar á íslandi.
Þessi bók er í heimildaskrá Wawns en hann eyðir ekki einu orði á hana í
textanum sjálfum. Þetta virðist fremur ólánlegt þar sem bók Hookers hef-
ur að geyma lýsingu á þessari svokölluðu byltingu frá upphafi til enda.
Ein setning um Banks og ekkert um Hooker, en samt ver Wawn sex
síðum til að fjalla um ‘The Dream’, ljóð í 170 línum sem lofsyngur þessa
fyrstu ferðalanga til íslands, en með fremur óljósum og litlausum hætti að
því er virðist (Wawn notar um tólf línur í tilvitnunum). Ljóðið var samið
á ensku af íslendingnum Lárusi Sigurðssyni og „kann vel að vera fyrsta
ljóðið ort af íslendingi á því máli“ (35). Það er tileinkað Breta nokkrum,
Sir Thomas Maryon Wilson, sem ekkert er vitað um og íslendingnum