Skírnir - 01.09.2001, Síða 232
496
GARY L. AHO
SKÍRNIR
Sigurði Sívertsen sem bjó í Hafnarfirði og þekkti Wilson. Eina handritið
sem til er af ‘The Dream’ (Wawn fann það í Landsbókasafni) „var einu
sinni í eigu Matthíasar Jochumssonar (1835-1920), sem heimsótti Bret-
land á vegum únítara og var örlátur gestgjafi og samviskusamur bréfavin-
ur margra Islandsvina viktoríutímans. Sjálfur var hann Englandsvinur
sem þýddi á íslensku svo ólík verk sem Hamlet Shakespeares og Gisli
Sursson eftir Beatrice Barmby“ (37). Wawn eyðir greinilega ekki svo
miklu púðri á ljóðið vegna gæða þess eða óvenjulegra umsagna um ferða-
langa á georgstímanum, heldur vegna þess að „það er þess vert að fylgja
stuttlega eftir margslungnum tilvísunum og tengingum sem sýna hvernig
tengsl Englendinga og Islendinga þróuðust á árunum áður en Viktoría
tók við og urðu þess valdandi að svo mikill áhugi vaknaði á norrænum
efnum er valdatíð Viktoríu stóð sem hæst“ (36-37). Þetta er í sjálfu sér at-
hyglisvert, en ég held að lesendur Wawns séu stundum afvegaleiddir
vegna þess hve heillaður hann er af vefjum þeim sem hann spinnur upp úr
gögnum gamalla skjalasafna, þeim tengslum og tengingum sem hann finn-
ur svo glatt og mótar.
Þriðji kafli Wawns, ‘Protectors of Northern Arts’, hefst á tilvísunum
til hins bráðlynda íslenska fræðimanns sem Wawn varð svo heillaður af
að úr varð bókarlöng rannsókn fyrir áratug (The Anglo Man. Thorleifur
Repp, Britain and Enlightenment Philology. Studia Islandica 49, 1991). I
bók þeirri sem hér er fjallað um notar hann Repp til að hefja umræðu sína
um Walter Scott: „Verk og áhrif þessara tveggja málsvara fornnorrænna
mennta eru birtingarmynd andstæðra sjónarmiða sem um leið bæta hvort
annað upp og uppi voru í Skotlandi skömmu fyrir valdatíð Viktoríu. Með
The Pirate, sögu sem Scott skrifaði og Repp dáðist að, kom fram fyrsta
verkið sem rekja má til áhuga 19. aldar Breta á fornnorrænum efnum og
átti eftir að hafa mikil áhrif um langa hríð“ (61). Umfjöllun Wawns um
söguna er lituð af aðdáun hans á því hvernig Scott t.d. „hagnýtir sér upp-
safnaðan fróðleik úr sögum og sögnum eyjanna; hann finnur leiðir til að
ræða menningarlega togstreitu á nokkrum sviðum, og ekki síst nýtur
hann þess að mala á milli fingra sér sérstætt orðafar eyjaskeggja: the avers,
bee-skeps, caterans, drammocks, freits, guisards, hasps, jougs, lums,
masking-fats, nowts, overlays, partans, rottons, skudlers, thiggers, voes,
wadmaal and yaggers“ (66). Wawn hefur greinilega gaman af því að
„mala“ þau aftur og ég hef einnig gaman af hljómi þessara nafnorða ásamt
með tjöru- og sjávarlyktinni sem þau kalla fram. Ég velti fyrir mér við-
miðum þeirra og samhengi og langar þess vegna að lesa skáldsöguna aft-
ur. Ummæli Wawns um klæðaburð og búnað kvenpersónunnar „Norna
of the Fitful Head“ eru þróttmikil og ögrandi og það sama má segja um
lýsingar á hátíðarhöldunum, á söngvum skáldsins „Halcro“, og ekki síst
„fyrstu raunverulegu dagsskímuna af aðdáun viktoríumanna á langskip-
um víkinganna" (73). Wawn fullyrðir að „fundur Gauksstaðaskipsins