Skírnir - 01.09.2001, Side 233
SKÍRNIR
VÍKINGAR OG VIKTORÍUMENN
497
árið 1880 staðfesti allar slíkar bókmenntalegar lýsingar svo um munaði“
(75)’
Hvað varðar viðtökur og áhrif skáldsögunnar þá er okkur tjáð að hún
hafi „verið fáanleg frá útgáfudegi í desember 1821 og til loka aldarinnar,
annaðhvort ein og sér eða sem hluti af Waverley-skáldsögunum (hér kem-
ur fram í neðanmálsgrein að í spjaldskrá bandaríska þingbókasafnsins sé
að finna yfir 60 útgáfur [margar þeirra bandarískar] af skáldsögunni fram
til 1925 og enga eftir það). Skáldsagan The Pirate varð fyrirmynd margra
annarra sagna, hún var myndskreytt, stytt, bútuð niður fyrir börn, tónlist
samin við hana, sett á svið í Lundúnum (innan þriggja vikna eftir útkomu)
og þýdd fyrir lesendur í Evrópu; mörg lögin í henni voru sett á dægurlaga-
dagskrá vinsælla kvöldskemmtana og vísað var til persóna í sögunni í
ferðabókum viktoríutímans um ísland á eins sjálfsagðan hátt og vísað er til
sjónvarpsstjarna nútímans" (80). Loks bregður Wawn upp myndum af stór-
mennum á borð við Georg Bernard Shaw þar sem hann „situr í Thurso og
bíður eftir bátnum til Kirkwall og les aftur [skál. mín] The Pirate“; (81) og
hann vísar til ferðalanga eins og Collingwoods, Metcalfes og Locks, þar
sem þeir spjalla um atriði úr The Pirate þegar þeir staldra við í Orkneyj-
um og á Hjaltlandi á siglingu sinni til íslands.
Kaflarnir fjórir í öðrum hluta, ‘Creating the Canon’, skipta höfuðmáli
fyrir meginþemu Wawns í bókinni því að í þeim ræðir hann og - eins og
vænta mátti - brýtur til mergjar og útlistar og fer yfir öll gögn um upp-
runa og áhrif og tengsl (ritstjórnarleg, fræðileg, pólitísk, persónuleg), sem
varða þrjár helstu prósaþýðingar íslensku sagnanna - og vill svo heppilega
til að ein er úr hverjum flokki þeirra (konungasaga, fornaldarsaga, fslend-
ingasaga). Einnig skoðar hann helstu þýðingar eddanna. Þessir við-
urkenndu textar gerðu lesendum viktoríutímans kleift að kynnast hinum
mörgu heimum norrænna miðalda.
Fjórði kafli, ‘Dead Kings of Norroway’, tekur fyrir þýðingu Samuel
Laings (1780-1868) á Heimskringlu sem kom út í þremur bindum árið
1844. Wawn hefur umræðuna með því að lýsa skreytingunni framan á
bókarkápu annarrar útgáfu frá 1889:
Lesandinn fær að líta utan á bókarspjald, skreytt að hálfu með inn-
lagðri gyllingu á dökkbláum bakgrunni (Mynd 2 [hjá Wawn]). Það er
niðadimm norðurskautsnótt þar sem norðurljósin iða á himni ásamt
skini frá nokkrum stjörnum og í óvenjulegri blíðu á Norður-Atlants-
hafi má sjá langskip sem annaðhvort er afar lítið eða víkingarnir um
borð hljóta að vera risavaxnir. Undir álútri veru á vinstri hönd, með
hettu og hatt, stendur nafnið ‘Snorre’; að baki honum, þar sem hann
tekur niður frásögnina á ritfjölina sína, er drekahausinn á stefninu með
æðisgengið augnaráð sitt. Drykkjarhorn við fætur hans gefur fyrirheit
um næringu fyrir líkamann, meðan andi Islendingsins lærða nærist á