Skírnir - 01.09.2001, Page 234
498
GARY L. AHO
SKÍRNIR
hinum pólitíska og sögulega sannleik sem hann átti eftir að varðveita.
Með honum um borð er persónugerð ‘Saga’, fremur grísk í útliti en
gotnesk, líkt og óspjölluð brúður hefði stigið beint af leirkeri sjálfs
Keats ofan í þessa kænu. Hún er fremur léttklædd fyrir ferðalög í opnu
fleyi en þó ber staða hennar fremur vott um sjálfsöryggi og myndug-
leika. Bjartasta stjarnan skín yfir höfði Sögu, hár hennar liðast frjáls-
lega í vindinum og hægri hönd hennar og fótur virðast ryðjast inn á
það sem við verðum víst að kalla persónurými Snorra. Á einu sviði er
Saga dæmigerð fyrir söguna eða hina sögulegu hefð, eins og samvisku-
samir lesendur viktoríutímans hefðu getað flett upp í íslensk-enskri
orðabók Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar. (93)
Tilvitnun mín er svona löng af því að þessi efnisgrein sýnir að sumu leyti
hressilegt spaugið í prósanum og ritgleði Wawns kemur okkur um borð í
bátinn á þessari dimmu nótt (ég finn kulið í lofti og heyri öldurnar gjálfra),
um leið og hún minnir okkur á að Keats nálgaðist söguna á sambærileg-
an hátt, auk þess sem Wawn undirstrikar hér andúð sína á póst-
módernísku orðagjálfri. En hann gleymir aldrei umræðuefninu, þessari
ágætu mynd þar sem norræn sögn í munnlegri geymd verður að ritaðri
sögu, og eins og hans er von og vísa tengir hann það höfuðatriði í þessu
samhengi, orðabókinni miklu (sem hann ræðir til hlítar í tólfta kafla) sem
reyndist gríðarlega mikilvægt hjálpartæki lesendum viktoríutímans og
gerði þeim í raun kleift að lesa viðurkennda texta og þar með skapa sér
sína eigin víkinga. Þessi efnisgrein er eitt af mörgum snilldarverkum í
þessari góðu bók.
Þessi bókarskreyting er ein af tólf svart-hvítum myndum sem Wawn
greinir í bókinni. Ein þeirra er líka bókarskreyting, sú sem var á þýðingu
Dasents á Brennu-Njáls sögu. Hún sýnir nokkur þeirra vopna sem fyrir
koma í þeirri sögu og Dasent þurfti að liggja lengi yfir, ráðfæra sig og
þræta við sérfræðinga um lögun þeirra og þyngd og hvað notkun þeirra
segði um norrænar hetjur og orrustur. Umfjöllun Wawns um þessa
skreytingu og þá vinnu sem Dasent lagði í hana er líka fróðleg og mikil-
væg. Það er þess vegna rökrétt að þessar tvær skreytingar - sem Wawn
túlkar svo skemmtilega - séu meðal þeirra tólf sem teknar eru fyrir í bók-
inni. Ég er hins vegar ekki eins viss um að allar hinar séu eins vel valdar,
einkum og sér í lagi myndin af hinum þungbúna George Stephens (216)
og spyrja má einnig hvort þörf sé á ættartölu Alexöndru, prinsessu af
Wales, í þessu verki (320)? Hinar myndirnar, klisjukenndar og glyslegar
myndskreytingar af söguhetjum og verkum þeirra, eiga fremur rétt á sér;
þær eru góð dæmi um ‘tilbúning hins fornnorræna arfs’ og skýringar
Wawns eru ævinlega góðar, eins og við má búast frá hans hendi. En mik-
ið hefði ég viljað sjá nokkrar vatnslitamyndir Collingwoods af söguslóð-
um eða eina af hinum hráu og hrollvekjandi tréskurðarmyndum Burne-