Skírnir - 01.09.2001, Page 235
SKÍRNIR
VÍKINGAR OG VIKTORÍUMENN
499
Jones sem gerðar voru fyrir Kelmscott-útgáfuna af kvæði Williams Morr-
is, Sigurd the Volsung, sem vissulega kom aldrei út en myndirnar eru samt
tií.
Wawn setur skipulega fram „röð tengdra lykilhugmynda" (98) í 187
blaðsíðna inngangsorðum Laings að þýðingu sinni á Heimskringlu. Þar
„tekst rómantískur grúskarinn á við rödd hins pólitíska þrætumanns“
(98). Laing kunni að meta víkingaanda og norsk híbýli þar sem höfðingj-
ar sigldu á timburfleytum og bjuggu í timburhúsum fremur en í kastölum
eins og tíðkaðist sunnar í hinum þýðu lendum lénsherra og klaustra.
Laing var einnig
vægðarlaus í andstöðu sinni gegn öllu sem þýskt var [...] Heimsveldi
Breta á 19. öid og þjóðfélagslegt samhengi þess átti rætur sínar að rekja
til Noregs, þar sem löggjöfin var lýðræðisleg, almenningsálitið vak-
andi, réttað með kviðdómi, eignarrétturinn viðurkenndur, hugsunin
frjáls og mennirnir með og orkan og hugrekkið óbugandi. (99)
Að loknu yfirliti yfir þýðingu Laings og vanda þann sem hann þurfti að
leysa - hann kunni lítið í íslensku - slær Wawn botninn í kaflann með
vandaðri athugun á „langtímaáhrifum norrænna hugmynda hans“ (108) í
bókum eins og Literature and Romance of North Europe (1852) eftir
Mary Howitt og The Icelandic Discovery of America, or Honour to
whom Honour is Due (1887) eftir Marie Brown. Þá síðarnefndu notaði
Laing til að rökstyðja þá skoðun sína að „væntanleg hátíðarhöld 1892 til
að fagna fjögur hundruð ára afmæli landafunda Kólumbusar [væru]
skuggalegt samsæri katólskra“ (109). Að einhverju leyti var verk Laings
einnig „hugmyndafræðilegt eldsneyti" fyrir skáldsögur á borð við Here-
ward the Wake (1866) eftir Kingsley, The Last of the Saxon Kings (1848)
eftir Bulwer-Lytton og drengjasagan Erling the Bold (1869) eftir R.M.
Ballantyne var einnig rituð í kjölfar þýðingar Laings. Höfundar eins og
Carlyle og Emerson leituðu í smiðju Laings, sá fyrri í „dauflegum mann-
lýsingum sínum í The Early Kings of Norway“ og hinn síðari í ritgerðum
þar sem hann rakti jákvæða „enska eiginleika" aftur til Danalaga. Emer-
son kallaði Heimskringlu líka „Ilíons- og Ódysseifskviðu enskrar sögu“
og Caxton, Drake, Newton og Watt „afkomendur smiða Óðins“ (111).
Wawn sýnir síðan hvernig The Saga of King Olaf - byggð á Laing - var
hluti af viðtökum sem náðu hápunkti sínum í tónverkinu Scenes from the
Saga of King Olaf (1896) eftir Edward Elgar.
I fimmta kafla, ‘Frithiof of Sognefjord’, greiðir Wawn úr - að vanda
skipulega, með húmor og auga fyrir tengslum og áhrifum - þeim flækjum
sem eru í kringum viðtökur Friðþjófs sögu á Englandi viktoríutímans.
Þótt nútímalesendur - meira að segja fræðimenn - viti lítið um þessa
harmrænu ástarsögu þá var hún vel þekkt á 19. öld. Hún var þýdd á ensku
1832 af George Stephens, „sendiboðanum“ sem svo var nefndur í áttunda