Skírnir - 01.09.2001, Síða 237
SKÍRNIR
VÍKINGAR OG VIKTORÍUMENN
501
Lundúnum út þýðingu sína á Brennu-Njáls sögu og hófst þar með nýtt
og merkilegt tímabil í rækt fornnorrænna bókmennta í Bretlandi viktor-
íutímans“ (142). Wawn gerir meira en að sýna fram á hvers vegna þýðing
Dasents var og varð svo merkileg. í fyrsta lagi hafði Dasent úr merkilegu
efni að moða:
sögu af lögum og lögleysi, kristni og heiðni, göfugum hetjum og ofsa-
fengnum kvenhetjum, fjölskylduríg og ástæðulausri illsku, fólki
fæddu undir stjörnum heilla og óheilla, sköpurum og skemmdarvörg-
um, sakleysi æskunnar og gremju ellinnar, konungbornum og betlur-
um, lögmönnum og spákörlum, tryggum hundum og svikulum vin-
um, tilgangslausum ferðum og hagstæðum viðskiptum, ögrunum og
samningum, slysum og klækjum, söngvum og álögum, synd og synd-
leysi, hiki og ákveðni og fífldjörfu kæruleysi og þungbærri þekkingu
um framtíðina. (143)
Þessi listi af andstæðupörum er í sjálfu sér merkilegur þar sem hann sær-
ir fram atvik og persónur og þemu úr Njálu á markvissan og eftirminni-
legan hátt. Wawn er hrifinn af slíkum listum og notar þá oft þannig - eins
og hér - að þeir hitta í mark.
Aðrar þýðingar Dasents, Snorra Edda (1842), íslensk málfræði Rasks
(1843) ogÞeófílus (1845) bjuggu hann undir þýðinguna á Njálu sem hann
hóf árið 1843. Sama má segja um ritgerðaskrif hans fyrir The Norsemen
in Iceland (1853) sem og þýðingar hans á 46 sögum í Popular Tales from
the Norse (1859). Vegna áhrifa hins ‘blauða og barbaríska’ orðaforða í
skáldsögum og tímaritum samtímans (William Morris hafði einnig
áhyggjur af áhrifum þess sem hann kallaði ‘tímaritamál’) og kæfandi tök-
um grísku og latínu á tungumálanámi í akademíunni, taldi Dasent nám í
íslensku góðan kost og undirstrikaði það í verkum sínum og þýðingum af
sannfæringu krossfarans. Wawn hefur sjálfur nokkuð ákveðnar skoðanir
á slíkum málum, t.d. ástandi bókmenntafræða í háskólum samtímans, og
ræðir þess vegna hugmyndir Dasents af ákefð. Og hann helgar Vikings of
the Baltic (1875), langri endursögn Dasents á Jómsvíkinga sögu, tólf síð-
ur. í henni „rannsakar Dasent líf víkinganna, ‘þetta æruverðuga starf sæ-
farans’, sem bæði Gunnar og Njálssynir (nokkrir kaflar úr Njálu eru end-
urunnir í The Vikings of the Baltic) höfðu reynt sem ungir menn - dag-
legar raunir tauga og sina, kumpánaskapur karla og lítilsvirðing á ættar-
auðlegð og skipulagðri verslun. Hugsanlegur lesendahópur samanstóð
ekki einvörðungu af skólastrákum viktoríutímans. Mörgum miðaldra
patríarkanum á Mið-Englandi, bundnum af skyldum við fjölskyldu,
fyrirtæki, samfélag, kirkju og ríki hefur vafalaust fundist hugmyndir um
frjálst sjóræningjalíf víkinganna hafa ákveðið aðdráttarafl" (173-174). 125
árum síðar og yfir heilt úthaf og heimsálfu er þetta aðdráttarafl enn fyrir
hendi. Einn kosturinn við að rita þennan ritdóm er það tækifæri sem hann