Skírnir - 01.09.2001, Page 238
502
GARY L. AHO
SKÍRNIR
veitir mér að leita aftur í svo skemmtilegar bækur og skilja þær enn betur
undir leiðsögn Wawns.
Burnt Njal Dasents veitti lesendum viktoríutímans ekki aðeins ná-
kvæma og ljósa þýðingu á mestu íslendingasögunni. 200 bls. inngangur
(30 bls. um íslensk lög, sem er kannski ekki furða þar sem faðir Dasents
var lögmaður) færði þessum lesendum „bókmennta- og efnislegan heim
hins forna íslands" (152). Þar er fjöldi mynda og samanbrotinna korta
auk 20 bls. viðauka um íslenska peninga, þar sem „Dasent nefnir graf-
alvarlegur að ‘við teljum okkur hafa nýjar sannanir fyrir því að hundrað-
ið hafi verið fjögur pund og tíu skildingar fremur en tvö pund og 10 skild-
ingar. Maður á borð við Njál var áreiðanlega þrettán punda og tíu skild-
inga virði og sjö pund og tíu hefðu verið of lítið fyrir hann.’“ Wawn bæt-
ir síðan við, ekki alveg eins grafalvarlegur: „Miðað við verð bókarinnar,
eitt pund og átta skildinga, jafngilda 13 eintök af Burnt Njal einum
brenndum Njáli“ (156).
Athugasemdir Wawns um þýðinguna eru skarpar og nýstárlegar. Sama
má segja um umfjöllun hans um gríðarleg áhrif bókarinnar. Hún varð
næstum eins mikilvæg ferðalöngum viktoríutímans - stundum ástæða
þess að þeir fóru yfirleitt - og gufuskipið sem þeir sigldu á yfir kalt Atl-
antshafið. Nokkrir þessara „pílagríma“, með Brennu-Njáls sögu í hendi,
eru nefndir til sögu í þessum kafla, sem er nokkurs konar fyrirboði hinn-
ar ýtarlegu umræðu um þá í tíunda kafla. Rannsóknir Wawns hafa líka
leitt í ljós athyglisverða fróðleiksmola um t.d. hvernig bók Dasents var
„endurbætt" í næstu útgáfum, yfirleitt þannig að viðhengin voru tekin
burt og inngangurinn styttur auk þess sem nýjar myndir litu dagsins ljós,
t.d. óperukennd túlkun George Morrows, ‘Gunnar neitar að fara að
heiman’ (bls. 162 í bók Wawns), í útgáfu frá árinu 1900, eða undarlegar og
óviðeigandi myndskreytingar eins og í bindi útgefnu af hinu svokallaða
Norrœna Society sem hefur að geyma myndir á borð við ‘The Last Skald’
— í lit — og hina furðulegu ‘Blood Revel’ (úr málverki eftir Lorenz
Froelich) þar sem fjöldi vera sveiflar öxum og hnífum og mjaðarkönnum
fyrir ofan myndatexta um hina grimmu og frægðarþyrstu Gota. Ég hefði
kosið að Wawn hefði beitt hinum hæðna stíl sínum á þessa mynd. Hann
segir einungis að myndin „sé við kafla þar sem ekki er úthellt einum
dropa af blóði“ (163).
Wawn ræðir einnig endursagnir á texta Dasents í skólabókum og í
endurgerðum á borð við Heroes of Iceland eftir Allen French, sem kom
út í Boston árið 1905 þegar mikið flóð af fremur dökkum innflytjendum
frá Ítalíu og Grikklandi streymdi af þriðja farrými á land í Bandaríkjun-
um. Þeir voru naumast - eins og French harmar í inngangi sínum - eins
og hinar tevtónsku hetjur sem við hittum fyrir í Njálu. Wawn segir að
„áhrifasviðið um bók French [hafi] mótast af gildismati Mayflower-far-
anna“ (166). Umræða Wawns um frú Disney Leith er sérstaklega athygl-