Skírnir - 01.09.2001, Side 240
504
GARY L. AHO
SKÍRNIR
frægan meistara að lokum“ (244). Sá meistari er J.R.R. Tolkien. Þótt
Revenge sé auðvitað engin Hringadróttinssaga er ekki unnt að hrekja
eftirfarandi niðurstöðu Wawns: „Það var sambærileg menntun sem veitti
Stephens og Tolkien aðgang að svipuðu efni sem þeir notuðu til að skálda
inn í eigin sýn“ (244).
Eg dáist að og mæli með flestu sem Wawn hefur að segja um ‘William
Morris and the Old Grey North’ í níunda kafla, ekki síst það sem hann
segir um helstu frumortu verk Morris um norræn efni, ‘The Lovers of
Gudrun’, Sigurd the Volsung, og íslensku dagbækurnar, sem og hinar oft-
lega gagnrýndu þýðingar á Islendingasögum sem hann vann með aðstoð
Eiríks Magnússonar. Og greining Wawns á ‘Gunnar’s Howe’, stuttu
kvæði sem fræðimenn láta yfirleitt liggja á milli hluta, er hreint afbragð.
Hann notar kvæðið til að skilja
hve Morris var hugfanginn af því að fornaldarfrægð íslands lifði áfram
í nútímanum. Morris finnur sjálfan sig í fornöldinni. Kröfur hans til
hennar eru afdráttarlausar og segja margt um manninn [...] Hann er
líka mjög áfram um að enskir ferðafélagar hans ‘finni sig’ í sögunni af
Gunnari og Njáli. Víkingahetjurnar og verk þeirra, tilefni sagnanna,
eru löngu látnar, rétt eins og þeir sem skópu sögurnar og þeir sem síð-
ar afrituðu handritin. Og sé haldið áfram að vinna sig nánast endalaust
aftur á bak, látnar eru líka hetjur eddukvæðanna sem með verkum sín-
um gátu af sér sögur af veislum og reflum sem prýddu veggina í
Herdholt í ‘The Lovers of Gudrun’ og sali Hlymdælinga og Niflunga
í Sigurd the Volsung. Með verkum handa, hvort sem þær eru farand-
söngvarans á hörpu sinni, vefarans á stóli sínum, sagnaritarans á kálf-
skinni sínu eða þýðandans og skáldsins á pappír, er fornöldin að hluta
innan seilingar fyrir nútíðina. (255)
Þetta er afbragðsefni, og á svo vel við Morris, handlaginn mann í
mörgum íðum, og flókin viðbrögð hans við þessu framandi landi, vöggu
og kistu þeirra sagna sem hann dáði svo mjög, og samtímis gat hann fund-
ið hughreystingu andspænis því hugarangri sem ást eiginkonu hans á öðr-
um manni hafði fært honum. Það eru margir slíkir sprettir í þessum kafla
sem ég get hælt gæfist meira rými, en mig langar til að varpa fram
nokkrum spurningum - hártogunum jafnvel - varðandi framsetningu
Wawns á Morris, eða Merkúri. (Hvers vegna þetta viðurnefni? Ég hef les-
ið meira um Morris hinn fjölhæfa en ég vil viðurkenna, en ég hef aldrei
rekist á viðurnefnið ‘Merkúr’ fyrr.)
En spurningin um Merkúr er frekar forvitni en hártogun. En hér er
ein: Það er villandi að kalla Jón Sigurðsson - George Washington ís-
lands - ferðafélaga Morris (245) í ferðinni 1871. Það vildi svo til að Jón
fór með sama skipi frá Reykjavík til Leith og af því að hann ritstýrði
tímariti sem birti tvö kvæði eftir Morris um ísland verður hann að