Skírnir - 01.09.2001, Page 241
SKÍRNIR
VÍKINGAR OG VIKTORÍUMENN
505
„ferðafélaga". Hinir raunverulegu ferðafélagar Morris í ferðinni 1871
voru einmitt af þeirri gerð - eða viðmiði - sem Wawn hefur gaman af að
nota sér þegar svo ber undir. Þeir voru fjórir félagarnir: Morris og
Magnússon, nemandi og kennari, Breti og íslendingur o.s.frv. Síðan
voru það Evans og Faulkner, sá fyrrnefndi útivistarmaður með áhuga á
íslandi og líkt og svo margir breskir ferðamenn þá og nú hafði hann
helst áhuga á að veiða; sá síðarnefndi gamall skólafélagi Morris sem
verður í dagbókunum að þeirri gerð óharðnaðra grænjaxla sem lífgar
upp á margar ferðabækur. Faulkner fær rasssæri og kvartar yfir matn-
um, hann er hræddur við lýsnar og bændadæturnar og verður fyrir góð-
látlegri stríðni.
Þetta leiðir til næstu hártogunar hjá mér: bændadætur fúsar að koma
ferðalöngum úr buxunum urðu nánast að föstum lið í ferðasögum frá Is-
landi. Þær koma fyrst fyrir hjá Henderson í Iceland; or the Journal of a
Residence in that Island, during the years 1814 and 1815 (1819) - sem er
stuttlega rætt í öðrum kafla; og Morris hefur líka skemmtan af þessu
minni á kostnað Faulkners í dagbókinni frá 1871 (Rossetti teiknaði frem-
ur illkvittna skopmynd þar sem Morris nýtur athygli stúlkunnar). Wawn
nefnir líka „heldur ákafa bóndadóttur“, sem Frederick Metcalfe ver sig
hetjulega gegn, eins og atvikið hafi gerst og sé einstætt.
Fáein vandamál til viðbótar: Framarlega í kaflanum segir Wawn að
„margar staðhæfingar um samband Morris við ísland stand[i]st ekki“ (247).
Hann tekur síðan til við að hrekja þær og nefnir þá nöfn nokkurra annarra
höfunda og ferðalanga til íslands, suma sem hann hefur nefnt áður og aðra
sem koma fyrir í framhaldinu, svo að þetta er nokkuð gagnlegt - samantekt
og vísun fram á við - en tvær staðhæfingar hans sjálfs eru ósanngjarnar og
villandi. Wawn segir að Morris hafi ekki verið fyrsti Islandsvinurinn sem
„var virkur í blaðaskrifum og stjórnmálum" og nefnir Fowe, Bryce og
Howorth sem undanfara hans. Bryce er kunnuglegt nafn á breskum dipló-
mata og rithöfundi - ferðalangi til Islands líka - en Lowe og Howorth,
hverjir voru þeir? Því má ekki gleyma ef maður ber Morris saman við þessa
þrjá að afrekum í blaðamennsku og stjórnmálum að hann var stofnandi
tímaritsins Commonweal og ritaði fjölda greina, sagna og ritgerða í það og
önnur virt og þekkt tímarit á borð við Justice; og einnig ber að hafa í huga
að Morris var einn af leiðtogum sambands sósíalista og formaður
Hammersmith Political League, samstarfsmaður Engels og Eleanor Marx
og þjóðkunnur pólitískur áróðursmaður og fyrirlesari. Slíkur samanburð-
ur leiðir til þeirrar háðsglósu að Morris hafi aðeins verið „kampavínssósíal-
isti“ (kampavínskommi?) og hér er Wawn kominn út á hálan ís.
Síðasta hálmstráið hjá Wawn er svo sú fullyrðing að Morris „var ekki
einu sinni eini frægi íslandsvinurinn sem lést 1896 - en það voru engar
sýningar, ráðstefnur eða útvarps- og sjónvarpsumræður í tilefni af hundr-
að ára ártíð Georges Dasents og afreka hans í norrænum fræðum“ (248).