Skírnir - 01.09.2001, Side 242
506
GARY L. AHO
SKÍRNIR
Þessi fullyrðing slær lesanda við fyrstu sýn. Ég hafði ekki gert mér ljóst
að Dasent lést sama ár og Morris og ‘afrek hans í norrænum fræðum’
voru ekki minni - nei, meiri - en afrek Morris, en þá mundi ég að allt um-
stangið á ártíð hans var ekki til að minna á verk hans í norrænum fræðum
og listum. Margar þeirra sýninga og ráðstefna sem haldnar voru á hundr-
að ára ártíð Morris árið 1996 snerust um afrek hans í hönnun á mynstri,
bókagerð og glerlist, varðveislu fornra bygginga og handverkstækni,
meira að segja hinum forspáu pólitísku ritum hans var gefinn meiri gaum-
ur en ‘afrekum hans í norrænum fræðum’. Afar fáir félagar í William
Morris-félaginu (er til George Dasent-félag?) í Bandaríkjunum, Kanada
og Japan gengu í það af því þeir eru íslandsvinir. Nei, Island er aðeins
smákóð í aflanum hjá Morris. Þó skildi hann eftir sig mikilvæg og varan-
leg verk sem varða ísland sem Wawn gerir sér engu að síður grein fyrir og
sýnir oft með nýjum gögnum að rit Morris um ísland séu frekari rann-
sókna verð.
Wawn gat nefnt nokkur önnur rit eftir Morris. í kaflanum ‘The Wand-
erers’ í The Earthly Paradise koma fyrir lýsingar á sjómönnum á miðöld-
um sem rekja má til lesturs Morris á þýðingu Laings á Heimskringlu. Og
á upphafssíðum sögunnar A Dream of John Ball (1886-1887), sem segir
frá bændauppreisn á 14. öld í Kent og Morris skrifaði sem dæmisögu fyrir
byltingarmenn samtímans, er afar kröftug lýsing þar sem Island kemur
við sögu. Ókunnur maður lendir í hópi uppreisnarmanna og kemst að því
að hann verður að greiða fyrir mat sinn með sögu og hann minnist þess
að hafa verið
í þeim góða stað Dúnvík en þangað komu skipin frá íslandi, og marga
söguna höfðu þeir á tungu og með þessum mönnum átti ég oft félag,
því sannast sagna safna ég sögum og sú sem liggur mér núna á tungu
er ein þeirra. Sögu slíka sagði ég þeim, mér gamalkunna, en er ég sagði
hana virtust orðin fara hraðar og vaxa, svo mjög að ég þekkti ekki
hljóm minnar eigin raddar og þau runnu nánast í hrynjandi og rím á
meðan ég talaði; og er ég hafði lokið máli mínu ríkti þögn um stund
uns einn maður mælti, þó ekki hátt. ‘Já, í þessu landi [íslandi] var
sumarið stutt og veturinn langur, en menn lifðu bæði sumar og vetur;
og þótt sýktust tré og korn ei þrifist, þá þreifst vel sú jurt sem mað-
urinn er. Guð gefi okkur slíka menn hér.
Hér í uppreisninni, þegar bardagar og dauði bíða manna, þá er staður og
stund til að hlýða á slíkar sögur, að finna sér innblástur í hetjum fortíðar-
innar. Þetta er það sem fornaldarfrægð íslands hafði að bjóða heiminum.
Morris bryddar upp á þessu í mörgum kvæðum sem Wawn túlkar svo vel
og ég hefði viljað sjá hvað hann gerði við ofangreindan kafla, þar sem ís-
lensk hetjulund í sögu Islendings verður breskum bændum á 14. öld að
liði í baráttu sinni.