Skírnir - 01.09.2001, Qupperneq 244
508
GARY L. AHO
SKÍRNIR
hjá flestum skáldsagnahöfundunum er takmarkaður fjöldi frásagnar-
minna ofnotaður á landfræðilega óljósu sögusviði - barnaþrælkun,
víkingaskip, hetjulegar sjóorrustur, sverð sem ganga í ættir, veisluhöld
með miklum fyrirgangi, samhugur karla í anda Badens-Powells,
hefndaratriði, skipsútfarir, og orðskviðir um að sannir víkingar eigi
hvergi heima nema þar sem hvalurinn fer. Þeir höfundar sem voru
betur lesnir í norrænum frumtextum bættu við frásagnarminnum á
borð við sænornir, hólmgöngur, berserki, gunnfána, örlagahringi,
drauma, heiðin hof, nornir og galdramenn, eiða svarna í blóði, rúna-
spár, eltingaleiki við útlaga og flótta... Myndskreytingar slíkra skáld-
sagna eru ámóta fyrirsjáanlegar: ævinlega má sjá hetjur í krossbundn-
um sokkaböndum líta, óðar til augnanna, yfir höf eða heiði undir
hyrndum eða vængjuðum hjálmi. (314)
Mörg þessara þema og minna eru síðan rædd í tengslum við nokkrar
skáldsögur, eins og t.d. Harold, Last of the Saxon Kings (1848) eftir
Bulwer-Lytton sem var „fyrsta áhrifamikla endursköpun norðursins
forna í skáldsögu á viktoríutímanum" (315), Hereweard the Wake: Last
of the English (1866) eftir Kingsley sem Wawn kallar „innrásarsögu með
miklu norrænu ívafi“ (318) og The Norsemen in the West, or America
before Columbus (1872) eftir R.M. Ballantyne sem „lagði til fyrirmynd-
ina að Vínlandssögum“ (322). Ottilie Liljencrantz skrifaði nokkrar Vín-
landssögur. Skáldsögur Motte-Fouqué, du Chaillu, Oswald, Nisbet og
Howarth eru nefndar stuttlega.
Ég hef lært að treysta dómgreind og mati Wawns í áranna rás með að-
eins örfáum undantekningum. Ein þeirra er í þessum kafla þegar hann seg-
ir að Eric Brighteyes (1891) eftir Rider Haggard „megi með rökum telja
bestu víkingaskáldsögu viktoríutímans" (331). Ég reyndi án árangurs að
lesa þessa sögu fyrir 25 árum og aftur núna eftir hvatningu Wawns en nið-
urstaðan var sú sama. Þessum heillandi kafla lýkur svo með langri umræðu
um „forvitnilega syrpu sagna“ eftir W.G. Collingwood sem gerast í Vatna-
héruðunum ensku á 10. öld, sögur af þeirri gerð sem „afkomendur nor-
rænna manna í Vatnahéruðunum hefðu skilið eftir sig hefðu munnlegar frá-
sagnir þeirra verið ritaðar“ (335). Thurston of the Mere; A Saga of the
Northmen in Lakeland (1895) og framhald hennar The Bondwoman (1896)
eru bestu sögurnar eftir Collingwood. Wawn minnist á viðtökur þeirra.
Tólfti kafli, ‘The Invisible College: Resources and Networks’, er
kannski sá frumlegasti af köflunum tólf því að hann er að mestu byggður
á rannsóknum Wawns á óútgefnu efni. Hann segir að
prentað mál eitt og sér gefur skekkta mynd. Fyrir hvern þann sem gaf
út bók eða ritgerð um norræn efni á viktoríutímanum var fjöldi ann-
arra sem sinnti þessu áhugamáli sínu á minna áberandi hátt. Fólk