Skírnir - 01.09.2001, Page 246
GAUTI SIGÞÓRSSON
Njáluslóðir: Endurritun, táknfræði
og menningarsaga
Jón Karl Helgason
Hetjan og höfundurinn: Brot úr íslenskri menningarsögu
Reykjavík: Heimskringla 1998
Jón Karl Helgason
The Rewriting of Njáls Saga: Translation, Politics and Icelandic Sagas
Topics in Translation 16
Clevedon: Multilingual Matters Ltd 1999
Fyrir rúmum sextíu árum skrifaði Sigurður Nordal lýsingu sem gæti
eins átt við Njálubækur Jóns Karls Helgasonar: „Þessu ritsafni mun [Mál
og menning] halda áfram um óákveðinn tíma, unz gerð hafa verið nánari
skil sem flestum þeim atriðum úr sögu vorri, menningu, bókmenntum,
listum o.s.frv., sem eru eða eiga að vera lifandi þættir í andlegu lífi þjóð-
arinnar".1 Sigurður er hér að tala um ritröðina Islenzkar minjar, sem átti
að vera framhald á bók hans, Islenzkri menningu. Nú eru komnar út þrjár
bækur eftir Jón Karl um Njálu, og er ekki laust við að þeim svipi til verk-
lýsingar Sigurðar.2 Þær fjalla um það hvernig Njáls saga hefur verið end-
urrituð, allt frá erlendum þýðingum og skáldverkum til peningaseðla og
götuheita. Njála er víða, eins og segir um Klepp í Englum alheimsins.
Hér eru þó ólíkar bækur á ferð. Hetjan og höfundurinn fjallar um
túlkunarhefð Njálu á íslandi. Rauði þráðurinn sem tengir kafla hennar
saman er sú kenning að í stað þess að líta á hetjur fornsagnanna sem
„raunverulegar“ sögulegar persónur og sanna forvera þjóðarinnar og fyr-
irmyndir, hafi á 20. öld orðið sú breyting að sannleiksgildi hetjanna hafi
smám saman horfið í skuggann fyrir höfundum fornsagnanna (og síðar ís-
lenskra nútímabókmennta og -listar). Jón Karl segir hetjuna hafa vikið
1 Sigurður Nordal, „Greinargerð ritstjóra". Laust blað sem fylgdi Islenzkri menn-
ingu. Reykjavík: Mál og menning 1942, þrjár síður prentaðar á eina örk, ónúm-
eraðar. Tilvitnunin er af annarri síðu.
2 Jón Karl Helgason, Höfundar Njálu. Þrœðir úr vestrxnni menningarsögu og
Vefur Darraðar. Reykjavík: Heimskringla 2001. Bókin kom út í júní 2001 og
varð því ekki við komið að skrifa um allar þrjár í þessari grein. Þó má nefna að
margir kaflar í Höfundum Njálu eru unnir upp úr The Rewriting of Njáls Saga.
Skírnir, 175. ár (haust 2001)