Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 249
SKÍRNIR
NJÁLUSLÓÐIR
513
ana sem á mismimandi tungumálum, stöðum og tíma raungera fjöldann
allan af þeim möguleikum sem einn „frumtexti" býður upp á (RNS 13).5
í næstu þremur bókarhlutum rennir Jón Karl stoðum undir þessa
kenningu með því að kanna hinar ólíku endurritanir, aðstandendur þeirra,
hugmyndafræðilegar skírskotanir og þá skáldskaparfræði sem beitt er.
Fjögur tungumál verða fyrir valinu (enska, danska, norska og íslenska)
og rekur höfundur þær sérstöku aðstæður sem hver útgáfa Njáls sögu
var skrifuð inn í. The Rewriting of Njáls Saga kann því að virðast mjög
„samsett" bók, þar sem tengingar milli hinna ólíku endurritana Njálu eru
oft bláþráðóttar. Nokkuð löng leið er t.d. milli breskrar þýðingar Geor-
ges Webbes Dasent, The Story of Burnt Njal (1861), og bandarískrar
styttingar og aðlögunar Allens French á sama texta upp úr aldamótunum
1900. Dasent hóf Njáls sögu til vegs í hinum enskumælandi heimi árið
1861 þegar hann gaf út The Story of Burnt Njal. Þrátt fyrir uppruna
frumtextans var lítið „íslenskt" við þessa útgáfu að mati Jóns Karls, því
að útgáfa Dasents byggði á þeirri sannfæringu að íslensk miðaldasaga
samsvaraði sögu Bretlands, bæði í fortíð og nútíð. Þannig kallaðist The
Story of Burnt Njal bæði á við vinsælar ferðabækur sem og viktoríansk-
ar hugmyndir um kynþátt og uppruna eyþjóðarinnar sem var að byggja
upp breska heimsveldið. Æskilegt var talið að víkingablóð rynni útsend-
urum þess um æðar, þar sem þeir ferðuðust um framandi lönd og helg-
uðu þau krúnunni.
Njálutextar Dasents og French eru gerólíkir, ekki einungis sem textar,
heldur bera þeir einnig vott um ólíkar samfélagslegar og sögulegar að-
stæður. Hvor um sig stýrist af ákveðinni hugmyndafræði, skáldskapar-
fræðilegum reglum og hugmyndum um lesendur. Innblásinn af fyrirlestr-
unum On Heroes, Hero-Worship and the Heroic in History (1840), til-
einkaði Dasent sagnfræðingnum Thomas Carlyle þýðingu sína The Prose
or Younger Edda (1842). Þýðingin tengdi saman viktoríutímann og þá
norrænu goðafræði sem Carlyle nefndi „trú feðra okkar". Sjálfur Óðinn
var kvaddur í þennan forfeðraher, en ekki sá Óðinn sem norrænir lesend-
ur kannast við úr fornum heimildum, heldur nokkurs konar fyrirmynd
kynþáttarins sem Carlyle lýsir sem „frummynd Norðmannsins; sá glæst-
asti sem kynþátturinn hefur borið“ (RNS 49). Nestaðir þessari arfleifð
gátu breskir þegnar stoltir haldið í víking. En þegar hetjurnar fylgdu
straumi innflytjendanna yfir Atlantshafið varð breyting á. Allen French
stytti og endursagði þýðingu Dasents samkvæmt hugmyndum sínum um
væntingar og smekk bandarískra lesenda, en fyrst og fremst breytti hann
harmleik Dasents um Burnt Njal í sögu af hetjulegum afrekum (RNS
66-69). Með það fyrir augum að veita hinni ungu bandarísku þjóð
5 Vitnað verður til bóka Jóns Karls með skammstöfuninni HH fyrir Hetjuna og
höfundinn, en RNS fyrir The Rewriting of Njáls Saga með blaðsíðutali í svigum.