Skírnir - 01.09.2001, Side 251
SKÍRNIR
NJÁLUSLÓÐIR
515
að í bókmennta- og þýðingarýni sé minna um vert að „túlka“ texta en að
gera grein fyrir efnislegri tilurð þeirra og notagildi. í Translation, Rewrit-
ing, and the Manipulation of Literary Fame (1992) segir Lefevere að efn-
islegir þættir frekar en huglægir valdi því að bókmenntaverki er fagnað
eða hafnað, hvort það öðlist sess innan hefðarveldisins eða ekki, þ.e. þætt-
ir eins og vald (e.power), hugmyndafræði (e. ideology), stofnanir (e. insti-
tutions) og tilfæring (e. manipulation). Túlkun segir hann aftur á móti
vega minna í þessu sambandi, og sé því tími til kominn að hætta að líta á
hana sem „kjarna" bókmenntafræðirannsókna, því að túlkun bókmennta-
verks skýri ekki vinsældir þess, virðingu eða frægð.7
I ljósi þessa má segja með nokkurri einföldun að Lefevere sæki burð-
arvirki kenninga sinna einkum til formalisma og menningarlegrar efnis-
hyggju: hann nýtir sér hugmyndir formalista um það að bókmenntir
hverrar tungu (eða málsamfélags) myndi kerfi sem eigi sínar reglur eða
„skáldskaparfræði“ (e. poetics), jafnframt því sem hann tengir bók-
menntakerfið við hlutbundnar (e. concrete) samfélagslegar, sögulegar og
pólitískar aðstæður. Formalisma Lefeveres má t.d. greina í notkun hans á
hugtökunum „skáldskaparfræði“ (poetics) og „kerfi“ (bókmenntanna),
sem fengin eru frá rússneskum formalistum, einkum Jirí Tynjanov og
Roman Jakobson.8 Allir gerðu þeir ráð fyrir því að nýjungar í hverju kerfi
réðust af nokkurs konar stílfræðilegri hringrás framandgervingar og
vanabindingar: framandi stílbrögð riðla viðteknum venjum í kerfinu, fær-
ast inn að „miðju“ þess og verða sjálf venjuleg, sem aftur veldur því að ný
breyting getur átt sér stað, og svo framvegis. Þessa gætir enn í formalísk-
um aðferðum ísraelskra fræðimanna sem kenndir eru við fjölkerfiskenn-
ingar (e. polysystem theory). Helsti frumkvöðull þessa „skóla“, Itamar
Even-Zohar, byggði í upphafi áttunda áratugarins stórt rannsóknarverk-
efni á þeirri forsendu að rannsaka mætti ísraelskar bókmenntir sem kerfi,
og þar beindi hann sérstaklega sjónum sínum að hlutverki þýðinga í þró-
un kerfisins, einkum því hvernig þýðingar færa nýjungar inn í bók-
menntakerfi. Nær engin nútímahefð var til í bókmenntum á hebresku
þegar Ísraelsríki var stofnað, og þar af leiðandi eru „innlendar" ísraelskar
bókmenntir mjög háðar þýðingum, einkum úr rússnesku og evrópskum
málum. Þar að auki er ekki um eitt ísraelskt kerfi að ræða heldur mörg
tengd kerfi. Bókmenntir hvers málsvæðis skipast í undirkerfi (sem ekki
má rugla saman við bókmenntagreinar, t.d. eru margar greinar innan
kerfis barnabókmennta). Bókmenntakerfi mismunandi málsvæða eru í
7 André Lefevere, Translation, Rewriting and the Manipulation of Literary Fame.
Lundúnum og New York: Routledge 1992, bls. 2.
8 Edwin Gentzler gerir ágæta grein fyrir tengslum formalisma og þýðingafræði f
Contemporary Translation Theories. Lundúnum og New York: Routledge 1993,
bls. 105-34.