Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 253
SKÍRNIR
NJÁLUSLÓÐIR
517
um rannsóknum á menningarlegum fyrirbærum, t.d. fjölmiðlum, bókaút-
gáfu, tónlistarstefnum o.s.frv., er nauðsynlegt að taka notkun þeirra með
í reikninginn. I frægri bók Richards Hoggart, The Uses of Literacy (1957),
er t.d. bent á að „læsi“ sé afstætt og ekki aðeins fólgið í hefðbundinni
lestrarkunnáttu, því að bóka- og blaðaval, lestrarvenjur og aðstæður séu
ólík frá einni stétt, hópi og landshluta til annars. I breskri menningarfræði
varð þessi skilningur á „menningu" að grundvallarforsendu rannsókna á
menningu mismunandi hópa á Bretlandseyjum, t.d. í verkamannahverf-
um, sveitaþorpum og meðal unglinga.11
Sjálf meginforsenda niðurlenska „tilfæringaskólans" í þýðingafræði, að
þýðing sé tilfærð eftir þörfum þýðingarsamhengisins (manipulated), á
margt skylt við fyrrnefnda efnishyggju um menninguna. Fyrri liður orðs-
ins „manipulation" er dreginn af latneska orðinu manus (hönd). Lefevere
áréttar með því að þýðing sé ekki aðeins huglægt ferli heldur handverk. Því
telur hann mikilvægara að rannsaka hvernig þýðing verður til stofnanalega,
peningalega, tæknilega og pólitískt en að velta vöngum yfir túlkun textans,
eða formlegum reglum tungumáls eða bókmenntakerfis og hlutverki
þeirra í þýðingarferlinu. Til þess að lýsa efnislegum aðstæðum þýðinga
beitir hann einkum hugtökum eins og „verndun“ (patronage), skáldskapar-
fræði og hugmyndafræði. Hér vísar skáldskaparfræði einkum til þeirrar
framsetningar og stílbragða sem leyfast innan tiltekinna stofnana.
í tengslum við þetta talar Lefevere um verndara, breiðan hóp fólks
sem tengist bókmenntastofnuninni, allt frá kóngum og biskupum til rík-
isstofnana, bókaútgefenda og fræðimanna, þ.e. allir þeir sem ákveða hvort
bók er rituð, þýdd, gefin út, lesin, kennd, hafin upp til skýjanna eða
gleymd.12 Þessir aðstandendur bókmenntanna bæði hvetja og hindra út-
gáfur, t.d. með því að velja eina tiltekna útgáfu á kostnað annarrar. Jón
Karl heldur því t.d. fram að Alþingi hafi gerst „verndari" íslenskrar forn-
bókaútgáfu þegar lög voru samþykkt sem eignuðu Alþingi allan rétt á út-
gáfu íslenskra miðaldatexta. Sú skáldskaparfræði sem liðsmenn Jónasar
frá Hriflu studdu, „samræmd stafsetning forn“, var lögfest í beinni and-
stöðu við fornritaútgáfur Halldórs Laxness með nútímastafsetningu.13
11 Richard Hoggart. The Uses of Literacy: Aspects of working-class life, with speci-
al reference to publications and entertainments. Lundúnum: Chatto & Windus
1957. Benda má á að menningarleg efnishyggja er nú um stundir bara einn angi
af menningarfræðinni. Hún er orðin hluti af kenningasafni menningarfræðinn-
ar og deilir hillurými með frönskum bókmenntafræðingum og heimspeking-
um, þýska Frankfurtarskólanum, femínisma og fleiri stefnum.
12 Þennan hóp kalla ég ýmist vemdara eða aðstandendur, því að stundum er
„verndari" hjákátlegt orð í setningu. „Aðstandendur" hef ég úr bók Ástráðs
Eysteinssonar, Tvímœli: þýðingar og bókmenntir. Reykjavík: Háskólaútgáfan
1996, bls. 141.
13 Sbr. Hetjuna og höfundinn, 5. kafla og The Rewriting ofNjáls Saga, 6. kafla.