Skírnir - 01.09.2001, Page 256
520
GAUTI SIGÞÓRSSON
SKÍRNIR
áður segir einkennist endurritunarhugtak Lefeveres af efnishyggju um
stofnanir, skáldskaparfræðilegar reglur og hugmyndafræði, markmiðið
með notkun þess er „að draga fram það kerfi félagslegra, pólitískra og
hagrænnaþátta sem stjórna bæði framleiðslu og viðtökum bókmennta".18
Við þessa vinnureglu bætir Jón Karl táknfrœðilegum aðstæðum endurrit-
unarinnar. Hann lítur ítrekað til þeirra ráðandi tákna sem höfundar,
frumtextar og endurritanir kallast á við. Endurritunarhugtak Jóns Karls
tekur þannig á sig ýmis einkenni textatengsla. Á móti má síðan spyrja:
Tekst honum að halda í þá menningarlegu efnishyggju sem einkennir
endurritunarrýni Lefeveres?19
Ferðamannaparadísin Ultima Thule og aðrar Njáluslóðir
í inngangi að fyrsta kafla The Rewriting ofNjáls Saga segir Jón Karl um
þýðingar Dasents að í „enskum klæðum" hafi Njáls saga verið þarlend-
um lesendum „fyrirmynd til þess að breyta forníslenskri menningu eftir
eigin hentugleikum" og að velgengni The Story of Burnt Njal hafi
byggst á þeirri hugmynd að íslenskri miðaldasögu hafi í eðli sínu svip-
að til sögu Bretlands að fornu, og jafnvel að nýju. Til að afhjúpa þá
hugmynd munum við fyrst athuga textatengsl þýðingarinnar við
breskar ferðasögur á 19. öld. Síðar munum við sjá hvernig hún spegl-
ar einnig það hvernig menningarlegur og kynþáttabundinn uppruni
breska heimsveldisins átti hug fólks á Viktoríutímanum. (RNS 47)
Textatengslin sem hér um ræðir eru fyrst og fremst við safn texta um
ferðalög á íslandi, en „hugmyndafræðin" sem í textunum speglast er sú
upphafning norræns kynstofns sem fulltrúum breskrar yfirstéttar þótti
vel henta nýrri sjálfsmynd þjóðarinnar sem heimsveldis. Af fjölda ferða-
bóka um Island og vinsældum þeirra að dæma var táknheimur Njáluþýð-
ingarinnar fyrirfram kunnuglegur, því að þessir textar bjuggu yfir kerfi
tákna sem saman mynduðu hið viktoríanska „Island", framandi, spenn-
andi, alsett eldfjöllum og jöklum.
Jón Karl gerir á skemmtilegan hátt grein fyrir þessari sögueyju sem
breskir ferðalangar höfðu kannað frá því að Joseph Banks fór um ísland
árið 1772. I fyrstu fóru einkum vísindamenn og landkönnuðir í slíkar
ferðir, en tæpri öld síðar var ísland orðið sannkölluð ferðamannaparadís
18 André Lefevere, „‘Beyond Interpretation’ or the Business of (Re)Writing“.
Comparative Literature Studies 24:1 1987, bls. 19.
19 Sbr. þá samanburðargreiningu sem Lefevere beitir í nær öllum köflum
Translation, Rewriting and the Manipulation of Literary Fame. Lefevere legg-
ur mesta áherslu á bókmenntatextana og hvernig tilfæringar á þeim sýna fram
á tiltekna skáldskaparfræði, hugmyndafræði og aðrar aðstæður sem endurritar-
inn býr við.