Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 257
SKÍRNIR
NJÁLUSLÓÐIR
521
fyrir heldra fólk í ævintýraleit. Njáluslóðir voru því enn ein viðbótin við
ferðalýsingar bresks heldrafólks og þeirra sem höfðu atvinnu af Islands-
ferðum. Hannah Lawrence segir m.a. í ritdómi um The Story of Burnt Njah
ísland með sífelldu frosti sínu og funa, þessi hinsta eyja hins byggilega
heims, nýtur sannarlega ekki svo lítillar athygli um þessar mundir.
Þangað er nú siglt á skútum, farið í gönguferðir um landið, og heldri
konur sækja það heim ... [Truly Iceland, that region of perpetual frost
and fire, that ‘ultima Thule’ of the habitable globe, is attracting no little
attention just now. We have had of late yacht voyages to Iceland and
rambles in Iceland, and ladies’ visits to Iceland ...]. (sbr. RNS 48)
Vegna þess að þetta safn tákna var þegar fyrir hendi í textum um ísland, í
bókum og tímaritum (og að öllum líkindum í samræðum þeirra sem ann-
aðhvort gátu ferðast þangað eða langaði til þess), gat Dasent vísað til sjó-
ferðarinnar til íslands sem „venjulegu siglingarleiðarinnar" (RNS 48) og
gert ráð fyrir því að lesendur sínir skildu það út frá fyrirframgefnu tákn-
kerfi um „Island" og ferðalög þangað. Því getur Jón Karl fullyrt réttilega
að þetta ísland snerti lítið sem ekkert hina raunverulegu eyju í norðri eða
fólkið sem bjó þar. í þessum táknfræðilega skilningi hefur aldrei verið til
„sannur" táknbúningur Islands á erlendri grund. Því er ekki að undra að
orð Hannah Lawrence virðist nútímaleg, að undanskildum skútuferðun-
um, þegar lesa má í vikuritinu Time árið 2001: „Who needs sun and surf?
With its thermal springs and hopping club scene, Iceland is the hot get-
away.“20 Kannski hefur ferðaþjónustan óvart mótað nýja „mýtu um fs-
land“?21 Kannski hefur „Iceland" sem fjölþjóðlegur ferðamannastaður
safnað að sér nýjum textatengslum og er orðið nokkurs konar Ibiza við
heimskautsbaug, næturklúbburinn Ultima Thule?
Forsendan fyrir þessari tilgátu minni er sú að táknkerfi (hvort sem um
er að ræða tungumál eða önnur kerfi) vísi ekki til fasts raunveruleika utan
kerfisins, heldur sé kerfið sjálft uppspretta merkingarinnar. Vegna þess að
orð verða ekki útskýrð með öðru en orðum er hægt að gera ráð fyrir því
að tungumálið „tjái“ ekki annað en sjálft sig og reglur sínar.22 Af þessum
20 Thomas Sancton, „The Unfrozen North“. Time, 26. mars 2001, bls. 60.
21 Sbr. grein Arnars Guðmundssonar, „Mýtan um ísland". Skírnir 169 (vor 1995),
bls. 95-134.
22 Hér vísa ég að sjálfsögðu til strúktúralisma og póststrúktúralisma, einkum
Barthes, Derrida og Tel Q«e/-hópsins á sjöunda áratugnum. Á ensku nefnist
þessi afstaða til tungumáls og tákna anti-representationalism og vísar almennt
til þess að ekki er gert ráð fyrir beinum tengslum á milli tungumáls og veru-
leika, táknmyndar og merkingarmiðs. Þar með er þó ekki útilokað að tungu-
málið hafi notagildi, því þótt fagorð húsasmiða vísi ekki til einhvers eins húss
(eða „frummyndar" þess) nota húsasmiðirnir fagmál sitt til þess að lýsa húsi
(með tilvísun til annarra húsa, verkfæra, aðferða o.s.frv.) og byggja það.