Skírnir - 01.09.2001, Page 258
522
GATJTI SIGÞÓRSSON
SKÍRNIR
sökum gerir Jón Karl hvergi tilraun til þess að bera hið viktoríanska ís-
land saman við eitthvert sannsögulegt ísland. Lykilatriðið í rannsókn
hans er ekki hvort táknin hafi verið sönn, heldur hvernig þau voru notuð
og í hvaða samhengi. Þetta er frjó nálgunaraðferð og þarf alls ekki að vera
bundin við bókmenntagreiningu. Það má t.d. spinna við greiningu Jóns
Karls á því hvernig Gunnar á Hlíðarenda „er orðinn liðtækur starfsmað-
ur í markaðssetningu íslenskrar ferðaþjónustu" (HII 218) með því að
benda á nýafstaðið kynningarátak Landafundanefndar í Vesturheimi, sem
falið var að fagna 1000 ára afmæli landafunda Leifs heppna og kynna ís-
land um leið. Þegar haft er í huga hversu mikilvægt það virtist að sýna
fram á að Leifur Eiríksson hafi verið íslendingur er ljóst að tákn og
goðsagnir hafa ekki bara pólitískt vægi, heldur svipar þeim til gjaldmiðla.
Verðmætustu táknin eru þau sem dreifast sem víðast og ná að festast í
hugum fólks, rétt eins og áhrifaríkustu auglýsingaherferðirnar eru þær
sem ná að verða hluti af táknforða tiltekinna hópa (t.d. meðal unglinga)
sem annaðhvort líta framhjá því eða gleyma að um auglýsingu og sölu-
vöru er að ræða. I þeim skilningi var landafundaherferðin frekar áhrifalít-
il í samanburði við þá tengingu „Islands" og „tónlistar" sem þróast hefur
á undanförnum áratug eftir velgengni Sykurmolanna og Bjarkar Guð-
mundsdóttur. Hér á ég við blaðagreinar sem birst hafa í Bandaríkjunum á
undanförnum mánuðum um tónlist og næturlíf í Reykjavík, ekki síst ný-
lega fimm síðna grein í The New York Times Magazine um hljómsveitina
Sigur Rós, þar sem lesa má að Reykjavík sé orðin að „global pop labora-
tory“.23 Þó er kannski einn fjölmiðlaviðburður sem stendur upp úr í
þessu sambandi: í einum þætti The West Wing haustið 2000 voru tónleik-
ar „The Reykjavík Symphony Orchestra“ í Kennedy Center í Wash-
ington D.C. einn aðalvettvangurinn, og í lokasenunni hrósaði forsetinn,
leikinn af Martin Sheen, hljómsveitinni í hástert og hét því að hann skyldi
skrifa íslenska tónskáldinu bréf. Hér ætla ég ekki að fara út í langorða
greiningu á því hverju „Iceland“ tengist í Vesturheimi þessa dagana, ein-
ungis benda á að þær aðferðir sem Jón Karl beitir við greiningu á tákn-
fræðilegu samhengi The Story ofBurnt Njal eiga sér samhljóm í efnahags-
legum og samfélagslegum aðstæðum íslendinga um þessar mundir. Efna-
hagur þjóðarinnar er að hluta til háður táknfræðilegu gengi. „ísland“ er
tákn á heimsmarkaði og gjaldgengi þess er háð dreifingu þess og hending-
um sem óhægt er að sjá fyrir, líkt og velgengni Bjarkar, Sigur Rósar og
„The Reykjavík Symphony Orchestra".
En hvað með hugmyndafrœðina sem „speglast“ í endurritunum á
Njálu í tíð Viktoríu? Jón Karl er varkár í greiningu sinni á þeim „teuton-
isma“ sem hann nefnir í undirtitli kaflans. Sem hugmyndafræði virðist
23 Gerald Marzorati, „Nordic Tracks". The New York Times Magazine, 22. apríl
2001, bls. 56-61.