Skírnir - 01.09.2001, Page 260
524
GAUTI SIGÞÓRSSON
SKÍRNIR
bækur og gagnrýnendur. í skilningi Barthes er þessi dulræna hefð ekki
annað en safn viðtekinna hugmynda sem horfið hafa úr íslenskri bók-
menntaumræðu, en voru eitt sinn hluti orðræðunnar. Því er kaflinn um
„skyggnu spekingana" náskyldur þeirri hugmyndafræðirýni sem fer fram
í „The Victorian Tour: Tourism and Teutonism“, því að í báðum tilvikum
er um að ræða táknfræðilega greiningu á þeim viðteknu hugmyndum sem
stýra því hvernig Njáls saga er endurrituð í hvort skipti.
Brot af menningarhugtaki
Af framansögðu tel ég ljóst að einn helsti kostur bókanna tveggja sé
hversu vel tekst að draga upp svipmyndir ólíkra táknheima og þeirra við-
teknu hugmynda sem í þeim þrífast. f köflunum tveimur sem ég hef fjall-
að um hér að framan gerir Jón Karl svo skilmerkilega grein fyrir tákn-
fræðilegum kringumstæðum Drauma og The Story of Burnt Njal að les-
andanum reynist auðvelt að skilja annars vegar af hverju bók Hermanns
var tekin alvarlega af málsmetandi Islendingum, og hins vegar hvaða
táknfræðilega hlutverki „fsland“ þjónaði á viktoríutímanum. En það er
nákvæmlega þessi augljósi kostur sem vekur mig til umhugsunar um það
hvernig Jón Karl notar hugtakið menning í bókum sínum, einkum Hetj-
unni og höfundinum. Undirtitill Hetjunnar og höfundarins er Brot úr ís-
lenskri menningarsögu, og það er því rökrétt að spyrja hvað átt sé við með
„menningu" þegar sú saga er sögð.
í fyrsta lagi má spyrja hvernig Jón Karl sjálfur notar menningarhug-
takið í Hetjunni og höfundinum og The Rewriting of Njáls Saga. Oft er
eins og menningarhugtak hans sé tengdara textum og táknum en því sem
gerist í samfélagi, efnahag og stjórnmálum, rétt eins og hugmyndafræði-
hugtak hans er að mestu bundið textatengslum. Hér sýnast mér þrjár
tengdar skilgreiningar hugtaksins vera á ferðinni: „menning“ er stundum
notuð í skilningi félagsvísindanna, um allt það sem einkennir tiltekið sam-
félag eða hóp fólks, hvort sem um er að ræða siðvenjur, matseld eða list-
ir. Þannig geta bókmenntir, gatnaskipulag og seðlaprentun talist „íslensk
menning“. Þetta er tiltölulega víðtæk og hlutlaus notkun á hugtakinu og
er kunnugleg úr menningarfræði (sjá HH 10-13). Einnig virðist mega líta
á „menningu" sem kerfi (e. cultural system) líkt og bókmenntakerfi, þar
sem tengsl á milli tákna taka stöðugum breytingum (RNS 153). Þannig er
t.d. hægt að kortleggja vaxandi vægi „höfundarins" með því að kanna
„áþreifanleg höfundartákn" (HH 173) eins og íslenska peningaseðla og
götuheiti í Reykjavík sem eru hluti af hversdagslífi almennings. Að síð-
ustu má nefna að menning vísar stundum til gildismats um listir, bók-
menntir og allt það sem telja má „hið besta“ í arfi og starfi íslendinga.
Fulltrúar nútímalistar og nútímabókmennta eru þannig þær íslensku
„menningarhetjur" (HH 197) sem ljá „höfundinum" andlit og persónu,
en hetjuskapur þeirra ræðst af því hve mikils metin verk þeirra eru. And-