Skírnir - 01.09.2001, Page 261
SKÍRNIR
NJÁLUSLÓÐIR
525
stæðingur menningarhetjanna var Jónas frá Hriflu, sem í „menningar-
starfi“ (HH 195) sínu leitaðist við að festa í sessi annað gildismat, eins og
ráða má af árásum hans á „klessumálarana", sem Halldór Laxness fékk
síðar til þess að myndskreyta Brennunjdlssögu.
I öðru lagi má spyrja hvaða skilning sögupersónurnar sjálfar hafi lagt í
„menningu". Að vísu taka Jónas frá Hriflu, Halldór Laxness og Sigurður
Nordal hugtakið sér sjaldan í munn í bókum Jóns Karls, en ekki fer á milli
mála að það var þeim ofarlega í huga á fjórða og fimmta áratugnum. Jónas
stýrði Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, Halldór var
einn af stofnendum Máls og menningar, sem síðan gaf út Islenzka menn-
ingu Sigurðar Nordals. Menningarsögulegt mikilvægi Njálu, og deiln-
anna um útgáfu hennar, hlýtur að varða skilning þessara manna á sjálfu
menningarhugtakinu; hvað þeir töldu vera „menningu“ og hvað ekki ætti
að varpa nokkru ljósi á það af hverju þeir álitu Njálu þess verða að takast
svo harkalega á um útgáfuréttinn á henni. Það er t.d. ljóst af kaflanum
„Réttarhöldin yfir Halldóri Laxness", sem tekinn er að mestu beint úr Al-
þingistíðindum, dómsskjölum og bréfaskiptum, að þar er deilt um menn-
ingarhugtak sem er töluvert ólíkt því sem tíðkast nú á dögum, en í Hetj-
unni og höfundinum er ekki að finna neina sérstaka greiningu á þessum
mismun. Þess vegna þykir mér nokkuð vanta í þá mynd sem Jón Karl
dregur upp af xslenskri menningarsögu á milli- og eftirstríðsárunum.
I kaflanum „Snorrabraut-Kjarvalsstaðir“ í Hetjunni og höfundinum er
að finna skemmtilega úttekt á því hvernig menningarlegur arfur þjóðar-
innar, og átökin um forræði yfir honum, kristölluðust í ákveðnum tákn-
um, en þau voru bein Jónasar Hallgrímssonar, Snorrahátíðin 1941, sem
haldin var í Reykholti til að fagna sjö hundruðustu ártíð skáldsins, og út-
gáfur fornsagnanna með nútímastafsetningu. Allt varð þetta að þrætuepli.
Um Snorrahátíðina segir m.a.: „Vinstrisinnuðum menntamönnum þótti
lítið til þessarar afmælishátíðar koma enda tengdu þeir hana umdeildu
menningarstarfi Jónasar frá Hriflu“ (//// 195). Kristinn E. Andrésson,
Steinn Steinarr og Halldór Laxness fóru harkalegum orðum um þessa há-
tíð, og segir Jón Karl skrif þeirra „til marks um að þótt ólíkar fylkingar
þjóðarinnar virtust sammála um mikilvægi Snorra sem sameiningartákns
var tekist harkalega á um hver hefði yfirráðin yfir þessu tákni“ (HH 196).
Ekki dró úr þessum átökum milli 1941 og 1947 þegar stytta Gustavs Vige-
land af Snorra komst loksins til landsins eftir stríð, og var m.a. ekki hægt
að skipa henni upp í Reykjavík vegna Dagsbrúnarverkfalls. Því segir Jón
Karl að „Snorraíiátíð var hátíð ráðandi borgarastéttar á íslandi. Hvorki
Steinn Steinarr, Kristinn E. Andrésson, Halldór Laxness né aðrir fulltrú-
ar þess hóps vinstrisinnaðra listamanna og stjórnmálamanna sem þeim
var nákomnastur áttu aðild að hátíðinni" (HH 196). Þessi ályktun er tví-
mælalaust skynsamleg, en hér þykir mér einnig koma skýrt fram helsti
gallinn á táknfræðilegri aðferð Jóns Karls við ritun menningarsögunnar.