Skírnir - 01.09.2001, Síða 263
SKÍRNIR
NJÁLUSLÓÐIR
527
vel þegar mæla þurfti fyrir sjálfstæði íslands frá Dönum. En að hans mati
breyttust aðstæður þegar líða tók að fullveldi:
Þörf var á nýju pólitísku markmiði fyrir þjóðina að sameinast um og
íslenski skólinn var með lausnina á reiðum höndum. Hann færði
gullöldina einfaldlega fram um þrjú hundruð ár eða svo, frá þjóðveld-
istímanum til þess tíma þegar gullaldarbókmenntirnar voru skapaðar.
Áherslan færist frá hetjum til höfunda fornsagnanna; höfundur Njálu
verður fyrirferðarmestur í umfjöllun Islendinga um söguna. Jafnframt
er boðuð ný gullöld íslenskrar menningar á tuttugustu öld, þar sem
skáld, fræðimenn og listamenn eiga að gegna lykilhlutverki. (HH 215)
En hér var einn hængur á. Samtíminn átti sér engar hetjur sem staðið gátu
fornköppunum eða Snorra Sturlusyni á sporði og því voru sameiningar-
táknin nýju vandfundin. í The Rewriting of Njáls Saga er bent á þann
vanda sem íslenski skólinn skapaði sér með því að upphefja nafnlausan og
eigindalausan höfund á kostnað fornsagnahetjunnar sem byggð var á
ríkulegum forða tákna, sagna og nafna (Skarphéðinn, Grettir, Egill
o.s.frv.), sem og lýsingum á líkamsburðum, mannkostum og afrekum
(RNS 149). Höfundurinn sem íslenski skólinn hélt fram gegn þessari
hetjumynd var í samanburði hálfgerð veimiltíta, og þeim var því vandi á
höndum þegar kom að almannatengslum og ímyndasmíð.
Lausnin var að gera Snorra Sturluson að eins konar brú milli fornald-
arhetjanna og nútímahöfundanna. Jón Karl færir fyrir því mjög sannfær-
andi rök að Snorra-myndin sem íslenski skólinn hóf á stall hafi, táknfræði-
lega séð, ekki komið í stað hetjunnar. Þess í stað hafi „Snorri" myndað
táknfræðileg skilyrði þess að Halldór Laxness og aðrir gætu orðið að slík-
um höfundum og þannig tekið endanlega við af hetjunni í íslenskri nú-
tímamenningu. Eitt besta dæmið þessu til stuðnings er eftirmáli Halldórs
Laxness að Brennunjálssögu. Þar getur hann myndskreytinga Þorvalds
Skúlasonar, Gunnlaugs Schevings og Snorra Arinbjarnar, og telur víst að
sum verkanna eigi eftir að „standa um aldur listræn afrek, jafnvirð hinum
ódauðlega texta sem þau voru sköpuð að þjóna“.25 Um þetta jafnvirði nú-
tímalistar og fornbókmennta, sem Halldór leggur til, segir Jón Karl:
Með sama hætti og stórhuga útgáfa Brennunjálssögu átti að vera fram-
hald hinnar forníslensku bókagerðarlistar, áttu myndir samtímalista-
mannanna að jafnast á við iist höfundar Njálu. Halldór Laxness virð-
ist halda því fram að fornsögurnar hafi svo sannarlega verið helgur
dómur, en íslensk samtímalist sé engu síðri. Tími sé því kominn til
þess að taka sér stöðu við hlið fornsagnanna (ef ekki í þeirra stað) í
25 Halldór Laxness (ritstj.), Brennunjálssaga, bls. 415. Tilvitnun úr HH 130; RNS
152.