Skírnir - 01.09.2001, Page 266
530
GAUTI SIGÞÓRSSON
SKÍRNIR
Ástæðan fyrir persónulegri andúð þeirra var, að mati Jónasar, að Sig-
urður ákvað að gefa eitt verka sinna út hjá Máli og menningu, en
þyngra á metunum vógu þó mótmæli Sigurðar og fjölda íslenskra
listamanna gegn rekstri Menntamálaráðs, snemma á fimmta áratugn-
um. (RNS 151)27
Þessi þarfa ábending hefði getað orðið langtum meira verð fyrir greiningu
Jóns Karls hefði hann gert forsögu málsins hærra undir höfði og sett hana
í samhengi við átökin um hið íslenska menningarhugtak sem „réttarhöld-
in yfir Halldóri Laxness" voru hluti af. Þannig hefði orðið ljósara hvað
var í húfi á þessum árum - nefnilega sá menningarlegi, félagslegi og tákn-
ræni auður sem var talinn felast í „íslenskri menningu" - og hverjir tók-
ust á um það.
Jónas og Halldór virðast hafa verið sammála um að „menning" væri
fyrst og fremst listræns eðlis, að list (í hvaða formi sem er) hefði áhrif á
hugmyndir, sannfæringu og sjálfsmynd þeirra sem hennar nytu, og síðast
en ekki síst virðast báðir hafa verið sannfærðir um að list væri pólitísk.
„Menning" í þessum skilningi er gildishlaðið hugtak sem vísar til einhvers
konar „úrvals“, hins besta og háleitasta sem samfélagið getur af sér. Að
mati Jónasar gegndi menningin lykilhlutverki í viðhaldi íslensks þjóð-
ernis, og arfur „gullaldarinnar" bauð upp á viðmiðun sem beita mátti
gegn hnignunaráhrifum erlendis frá. Jón Karl minnist á hugmyndir Jónas-
ar um þjóðlega og óþjóðlega list og fræga sýningu hans á „klessustefnu í
myndlist samtímans" (HH 130; RNS 151-52), en hann ræðir í framhaldi
af því hvorki um þau áhrif sem menningarhugtak Jónasar hafði á starf
stofnana eins og Menntamálaráðs eða Bókaútgáfu Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins, né þá hugmynd um „menningu“ sem stefnt var gegn
menningarstarfi Jónasar. Andstæðingar hans voru ekki bara „vinstrisinn-
aðir menntamenn", heldur var þar á ferðinni breiður hópur manna. í kafl-
anum „Djarfasti aðili íslenska skólans" í Hetjunni og höfundinum færir
Jón Karl fyrir því sannfærandi rök að Halldór Laxness hafi, a.m.k. í forn-
ritaútgáfu sinni, verið samferða íslenska skólanum í upphafi fimmta ára-
tugarins vegna þess að hann, líkt og Sigurður Nordal, vildi líta á fornsög-
urnar sem skáldverk og þar af leiðandi lifandi hluta íslenskrar samtíma-
menningar. Við lestur þessa kafla sótti á mig sú kitlandi tilhugsun að hér
væri ekki bara á ferðinni tenging Halldórs við íslenska skólann, heldur
einnig vísbending um að kenningar íslenska skólans, og forsvarsmanna
hans, væru ekki óskyldar þeirri menningarhugmynd sem Kristinn E.
Andrésson telur vinstrisinnaða rithöfunda á fjórða áratugnum hafa átt
sameiginlega, einkum afstöðu þeirra til menningarlegrar arfleifðar:
27 Heimild Jóns Karls er Guðjón Friðriksson, Ljónib öskrar. Saga Jónasar Jóns-
sonar frá Hriflu. 3. bindi. Reykjavík: Iðunn 1993, bls. 208-18.