Skírnir - 01.09.2001, Qupperneq 267
SKÍRNIR
NJÁLUSLÓÐIR
531
Eins og marxistum sæmir, var viðhorf okkar til arfleifðarinnar díalekt-
ískt. Að breyta heiminum, eins og hver róttæk æska krefst, að skapa í
nútíð eitthvað verulega nýtt, sem horfir til framtíðarinnar, felur um
leið í sér að meta verðmæti hins liðna og sjá þau í nýju ljósi. Eða, ef
fylgt er hugsun Malraux: Lögmál arfleifðarinnar eiga í sér viljann til
að breyta nútíðinni.28
Reyndar eru þessi orð Kristins skrifuð tæpum þrjátíu árum eftir „réttar-
höldin yfir Halldóri Laxness", en þau bera vott um fagurfræðilega áherslu
á nýsköpun á grundvelli arfleifðarinnar, svipaða þeirri sem Jón Karl telur
einkenna færsluna frá hetjunni til höfundarins.
I Enginn er eyland: Tímar Rauðra penna bendir Kristinn á að stofnun
Máls og menningar árið 1937 hafi verið innblásin af ríkjandi vinstristefn-
um erlendis frá, ekki síst „samfylkingu" (e. popular front) vinstriflokka,
borgaraflokka og annarra hópa sem snerust gegn evrópskum fasisma á ár-
unum eftir valdatöku nasista í Þýskalandi 1933. Jósef Stalín hafði fram að
því bannað byltingarflokkum hliðhollum Sovétríkjunum að starfa með
lýðræðissinnuðum vinstriflokkum, sósíaldemókrötum og öðrum „sósíal-
fasistum" í þingræðisríkjum, af þeirri ástæðu að slíkt samstarf myndi ein-
ungis tefja framgang byltingarinnar. En á heimsþingi Alþjóðasambands
kommúnista 1935, sem Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason sátu,
varð sú stefnubreyting að stríðandi vinstriflokkar skyldu sættast, bæði
hver við annan og við fulltrúa millistéttanna „að fordæmi Frakklands og
Spánar, og í baráttu fyrir þessari nýju stefnu eða starfsaðferð voru rithöf-
undar og menntamenn með þeim fremstu í fylkingu. Má með sanni segja,
að þessi samfylkingarstefna, og jafnvel þjóðfylkingar, varð megininntak
allrar baráttu Kommúnistaflokksins hér heima og hinna rauðu penna, frá
árinu 1936“.29 Stofnun Þjóbviljans, sem tók við af Verkalýðsblaðinu, í
októberlok 1936 var eitt af fyrstu merkjum nýju samfylkingarstefnunnar
á Islandi, en treglega gekk að sameina þingflokka þar til að Kommúnista-
flokkurinn og Alþýðuflokkurinn urðu Sameiningarflokkur alþýðu - Sós-
íalistaflokkurinn haustið 1938. „Rauðu pennarnir“, sem Kristinn vísar til,
er Félag byltingarsinnaðra rithöfunda, sem gaf út ársritið Rauðir pennar
frá 1935 til 1938, þegar ritið var lagt niður og Tímarit Máls og menning-
ar kom í stað þess.
Þegar Mál og menning var sett á stofn höfðu íslenskir rithöfundar og
menntamenn í tæpan áratug verið tengdir því mikla neti menningar-
tengsla sem Alþjóðasamband kommúnista hafði staðið fyrir allt frá því að
Lenín var við stjórnvölinn. Á fjórða áratugnum styrktust þessi tengsl,
28 Kristinn E. Andrésson. Enginn er eyland. Tímar Rauðra penna. Reykjavík:
Mál og menning 1971, bls. 17.
29 Enginn er eyland, bls. 322.