Skírnir - 01.09.2001, Page 269
SKÍRNIR
NJÁLUSLÓÐIR
533
skálda og alþýðu og fá stóran lesendahóp“. Kristinn vitnar í eigin hátíð-
arræðu á aldarfjórðungsafmæli félagsins 1962:
Við ætluðum að gerbreyta þjóðfélaginu, ryðja braut nýjum hug-
myndum, nýjum þjóðfélagsháttum og nýrri bókmenntastefnu, skapa
víðari sjóndeildarhring, glæða frelsisþrá alþýðu, gera þjóðina frjálsa.
Og við trúðum á mátt skáldskaparins og á mátt hugsjónarinnar, sem
er hjartsláttur hans.32
Þessi rómantíska sýn á eigin menningarstofnun virðist í meðförum Krist-
ins ekki standa í neinni mótsögn við þjóðfélagsbreytingu og stéttabaráttu
alþýðu gegn auðvaldi, þrátt fyrir að hér sé á ferðinni hughyggja um mátt
hugmynda og skáldskapar andspænis efnahagslegri og samfélagslegri
skipan. í íslensku samhengi varð slíkt forræði yfir menningunni einnig að
taka til fortíðarinnar. Það væri ekki nóg að hefja á loft nýjan skáldskap,
heldur þyrfti að ráða Gunnar og Njál og aðrar fyrirmyndir íslenskrar al-
þýðu í samfylkinguna gegn auðvaldinu og til höfuðs „fasískum" tilhneig-
ingum í stjórnmálum.
Sigurður Nordal var aldrei „rauður penni“ eins og Halldór Laxness,
Þórbergur Þórðarson, Steinn Steinarr, Jóhannes úr Kötlum og Halldór
Stefánsson, meðal annarra. Hann var aftur á móti kennari Kristins E.
Andréssonar við Háskóla íslands frá og með haustinu 1922, og segist
Kristinn hafa komið út úr norrænudeildinni „eldheitur ættjarðarvinur og
aðdáandi íslenzkra bókmennta að fornu og nýju“.33 Það er því varla til-
viljun að einungis tveimur árum eftir stofnun félagsins fékk Kristinn
„skyndilegan innblástur [...] úti í Viðey einn vonfagran sólskinsdag" árið
1939 og sá þá fyrir sér mikla ritröð um land og þjóð sem nefnast skyldi
Arfur Islendinga,34 Upprunalega átti hún að verða fimm bindi, þar af
landlýsing íslands í því fyrsta, næstu tvö um bókmenntir og listir, og tvö
síðustu um íslenska menningu. Sigurður birti síðan þessi áform í grein í
Tímariti Máls og menningar í júlí sama ár. Fyrir vikið kallaði hann yfir sig
andúð Jónasar frá Hriflu, sem taldi prófessorinn þar með hafa snúist til
kommúnisma, eins og áður segir. Einungis Islenzk menning kom út í
þessum flokki, árið 1942.
Án þess að ég vilji líta á Sigurð Nordal og íslenska skólann sem eitt og
hið sama sýnist mér hér vera um að ræða mikilvæg tengsl milli þeirra
menningarhugmynda sem Jón Karl eignar íslenska skólanum og Halldóri
Laxness í upphafi fimmta áratugarins og þeirra stofnana sem mótuðu ís-
lenskan menningarheim. Með því að tryggja forræði yfir arfi þjóðarinnar
32 Enginn er eyland, bls. 333.
33 Enginn er eyland, bls. 49.
34 Enginn er eyland, bls. 334.