Skírnir - 01.09.2001, Page 273
SKÍRNIR
HANDAN SJÁLFDÆMIS OG SAMDÆMIS
537
málafátt í II. hluta hér á eftir þegar ég rek efnið í meginhluta bókarinnar:
gagnrýni Loga á siðferðilega skynsemishyggju. Ástæðan er ekki sú að ég
sé allsendis uppiskroppa með hugsanleg mótrök heldur fremur hin að
Logi hefur þegar gert flestum slíkum mótrökum skil í textanum, og það
er þarflaust að píska dauða hesta. IIII. hluta sný ég mér hins vegar að efni
sem Logi afgreiðir hraðar og sem að sama skapi er meiri von um að finna
höggstað á.
Hvað sem líður þekktu ávanaglamri um háfleygi heimspekinnar þá er
vart haldin sú ráðstefna á Islandi að ekki sé kallaður til heimspekingur að
jarðbinda efni hennar á einhvern hátt: mæla máli „heilbrigðrar skyn-
semi“. Hér, öðrum löndum fremur, hefur því skapast sú vænting að það
sem heimspekingar hafi fram að færa sé öllu sæmilega upplýstu fólki skilj-
anlegt. Þess er ekki að dyljast að bók Loga fyllir ekki flokk alþýðufræða
og er vart auðlesin óinnvígðum. Síst vil ég tendra rautt Ijós fyrir þá sem
hug hafa á siðferðilegum umræðuefnum en ekki eru heimspekilærðir; sá
ágóði er líka fengmestur sem nokkur fyrirhöfn fylgir. Engu að síður hlýt
ég að benda lesendum á að markhópur bókarinnar er augljóslega aðrir
heimspekingar og nemar sem langt eru komnir í heimspekinámi. Lesandi
sem ekki þekkir fyrir grundvallarhugtak í þekkingarfræði svo sem bjarg-
hyggju (foundationalism) mun leita ullar í geitarhúsi að skýringu þess hér,
svo að dæmi sé tekið, þó að það sé óspart notað.
Fastatök Loga á viðfangsefni sínu stafa ekki af því að það sé fáskrúð-
ugt. Þvert á móti er það harla víðfeðmt, eins og fyrr var nefnt, og snýst í
raun um það sem einn gamall kennari minn í heimspeki kallaði aðra af
tveimur kjarnaspurningum siðfræðinnar (hin var sú hvort betra væri að
vera hryggur heimspekingur eða ánægt svín): Hví atti ég yfirleitt að
breyta siðferðilega? Hvaða ástæður knýja mann til þess að vera ekki sið-
laus eða láta sig siðferðið alltént ekki neinu skipta í þessa áttina eða hina?1
Flestir siðfræðingar sögunnar hafa brotið heilann um þessa spurningu,
leynt eða ljóst,2 og hún hefur komist enn skýrar upp á hornskákina á síð-
1 Spurningin sjálf gerir, að mér virðist, ráð fyrir tvenns konar frelsi mannsins: frelsi
viljans (í einhverjum skilningi sem nægir til þess að kostur sé á sjálfráða ákvörð-
unum yfirleitt) og lágmarks athafnafrelsi (að viðkomandi sé ekki beinlínis þving-
aður af öðrum til að breyta siðferðilega). Spurningin verður að minnsta kosti þá
fyrst heimspekilega spennandi þegar hún er túlkuð svo: Maður er fær um að
breyta siðferðilega en getur valið að breyta ekki þannig án þess að fá strax á
baukinn. Hvers vegna ætti hann þá samt að hafa ástæðu til að breyta siðferði-
lega?
2 Aristóteles er að vísu þekkt undantekning, en ástæðan er sú að Siðfrœði Níko-
makkosar er eingöngu skrifuð fyrir þá sem eru „vel siðaðir“, það er hafa verið
uppfóstraðir í góðum siðum (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1995,
fyrra bindi, bls. 213 [1095b], þýð. Svavar Hrafn Svavarsson) og hafa því að dómi
Aristótelesar - eða ættu að minnsta kosti að hafa - hug á að breyta siðferðilega.