Skírnir - 01.09.2001, Side 277
SKÍRNIR
HANDAN SJÁLFDÆMIS OG SAMDÆMIS
541
siðferðishyggjunni fram gegn henni og skýra yfirburði siðferðishyggj-
unnar. Sú síðarnefnda skýrist því smám saman og eflist í rökglímu Loga
um leið og skynsemishyggjan riðar æ meir til falls. I 15. kafla, að skyn-
semishyggjunni fallinni, eru rök gegn formhyggju almennt notuð til að
útiloka hitt formhyggjuafbrigðið, háttarhyggjuna. Þá standa efnislegu
skýringarnar einar eftir og í 16. kafla bandar Logi veraldarhyggjunni frá
sér með því að færa rök að kostum aðstæðubundinnar siðferðishyggju
fram yfir almenna og nota þau sömu rök til að klekkja á veraldarhyggju
af hvers konar tagi. Eins og sést á þessu yfirliti er nokkurt ójafnvægi í því
rúmi sem Logi ætlar hverri réttlætingarleið. Hann eyðir langmestu púðri
á skynsemishyggjuna en afgreiðir ýmsa þá kosti sem mest hafa átt upp á
pallborðið meðal nútímaheimspekinga, svo sem háttarhyggju Rawls,
nytjastefnu og dygðafræði,9 með allskjótum hætti í lokin. Logi ljær
nokkurn höggstað á sér með þessu ójafnvægi og á það lag geng ég af mætti
í III. hluta.
II
Eins og fram hefur komið eyðir Logi mestri orku í atlögu sína að siðferði-
legri skynsemishyggju. Þess mátti enda vænta af undirtitli bókarinnar,
„handan Habermas og Gauthiers", þar sem vísað er til tveggja þekktra
skynsemishyggjumanna samtímans.10 Hann kynnir sjónarmið þeirra til
sögu í 2. kafla og tekur svo til óspilltra mála, í 6.-9. kafla, að veita þeim
viðnám. Meginniðurstaða Loga í þessum köflum er að hvorki kenningu
af tagi Gauthiers, reista á sjálfdæmis-skynsemi, né Habermas, reista á
samdæmis-skynsemi, leiði af forsendunum sem þeir gefa sér. Logi full-
yrðir ekki í þessum köflum að allri skynsemishyggju verði hált á sömu
hellu, en lesandinn hyllist til að draga þá ályktun að fyrst hvorugt þessara
þekktu afbrigða skynsemishyggju gefi einhlít eða viðhlítandi svör við
9 Logi ræðir að vísu hvorki um nytjastefnu né dygðafræði sérstaklega en þessar
kenningar falla nokkuð augljóslega undir það sem ég kalla hér veraldarhyggju,
það er efnislegar og bjargfastar réttlætingarleiðir, sem Logi hafnar í 16. kafla.
10 Talsvert hefur verið skrifað um kenningar Habermas á íslensku, m.a. Stefán
Snævarr, „Mannúðarmálfræðin: Kenningar Habermas og Apels um boðskipti",
Lesbók Morgunblaðsins, 1. og 8. mars (1997); Vilhjálmur Arnason, „Siðfræðin
og mannlífið: Frá sjálfdæmishyggju til samræðusiðfræði", Broddflugur: Sið-
ferðilegar ádeilur og samfélagsgagnrýni (Reykjavík: Siðfræðistofnun/Háskóla-
útgáfan, 1997) og Stefán Erlendsson, „Samræðusiðfræði Júrgens Habermas“,
Hugur 9 (1997). Ég nýti mér, þar sem við á, orðalag þessara höfunda; „kjör-
ræðustaðan" og „hjarta- og tunguræturnar" (sjá síðar) eru t.d. orð Stefáns. Um
David Gauthier hefur ekki verið skrifað á íslensku, svo að mér sé kunnugt,
nema ef til vill námsritgerðir. Frægasta rit hans er Morals by Agreement (Ox-
ford: Oxford University Press, 1986).