Skírnir - 01.09.2001, Side 278
542
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
réttlætingargátu siðferðisins þá gildi hið sama um skynsemishyggju al-
mennt. Logi tekur ögn grynnra í árinni síðar; jafnvel þótt einhver tegund
skynsemishyggju gæfi nægileg svör við gátunni þá yrðu þau svör jafnan í
senn andhælisleg og ónauðsynleg. En látum þá ályktun bíða um stund.
Það sem kenningar Gauthiers og Habermas eiga sameiginlegt - og
Logi notar sem höfuðkennimark siðferðilegrar skynsemishyggju - er við-
leitni til að fella siðferðilega efahyggjumanninn, manninn sem efast um
réttlætingu siðferðisins, á eigin bragði. Kenning er þannig skynsemis-
hyggjukyns ef og aðeins ef henni (a) er beint að siðferðilegum efahyggju-
manni sem skilur skynsemi formlegum skilningi og (b) er ætlað að sýna
fram á að efahyggjumaðurinn geti ekki verið skynsamur, í sínum eigin
skilningi, nema hann virði ákveðin siðferðileg viðmið (13).11
David Gauthier er þekktur meðal samtímaheimspekinga fyrir tilraun
sína til að (endur)nýta sáttmálakenningu Hobbes um tilurð siðferðisins
en ljá henni jafnframt nútímalegra og tæknilegra yfirbragð. Samkvæmt
kenningu Hobbes eru það einfaldlega hyggindi sem í hag koma fyrir fólk
í náttúruástandi, ímynduðu ástandi fyrir tilkomu siðferðisins, að gera
með sér samfélagssáttmála um réttindi og skyldur sem tryggi gagnkvæmt
öryggi, enda óbærilegt að lifa til lengdar í „samfélagi", eða öllu heldur
samfélagsleysu, þar sem „maður er manns vargur".12 Gauthier hugsar sér
að í slíku „náttúruástandi“, það er tilbúinni, forsiðferðilegri upphafs-
stöðu, stjákli ólíkir einstaklingar, hver með sínar langanir og þarfir, og að
ekkert annað knýi þá áfram en viljinn til að svala sem mest og best eigin
löngunum. Skynsemi þeirra er öldungis formleg; hún snýst aðeins um að
finna þá sambúðarhætti og athafnakosti sem gera þeim kleift að ná slíkri
hámarkssvölun, óháð því hvers eðlis langanirnar eru. Kenning Gauthiers
er síðan að slíkir einstaklingar myndu, af einskærri skynsemi, ganga sjálf-
viljugir undir ok siðferðisboða; það séu þannig fyrir hendi skynsamlegar
(formlegar) ástæður fyrir því að hætta að einblína á boð formlegu skyn-
seminnar og taka, þess í stað, einnig tillit til siðferðilegra viðmiða. Raun-
ar má segja að skynsemishyggja Gauthiers réttlæti siðferðið í tvennum
formlegum skilningi, bæði þeim að vera þögul um hinstu stefnumiðin
sem einstaklingarnir ættu að stefna að (þar sem hún tekur langanir þeirra
sem gefnar í upphafi) og hinum að telja siðferðið skynsamlegasta kostinn
óháð því til hvers þá langi (10). Þetta telur Gauthier meðal annars að skýri
hið dularfulla skilyrðisleysi siðferðisins, sem mörgum hefur reynst erfitt
að festa hendur á: Boð siðferðisins eru skilyrðislaus vegna þess að frá
sjónarhóli hvers sjálfdæmins einstaklings takmarka þau valkosti hans,
11 Svigatölur vísa hér og eftirleiðis til blaðsíðna í Making Moral Sense.
12 Ögn ítarlegri lýsingu á kenningu Hobbes má finna í III. hluta ritgerðar minn-
ar, „Er siðferðileg hluthyggja réttlætanleg", Þroskakostir: Ritgerbir um siðferði
og menntun (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1992).