Skírnir - 01.09.2001, Page 279
SKÍRNIR
HANDAN SJÁLFDÆMIS OG SAMDÆMIS
543
óháð því hverjar langanir hans, stefnumið og hagsmunir eru í það og það
skiptið (11). Maður sem engan sérstakan áhuga hefur á samningum og
gildi þeirra mun, til dæmis, ef hann er skynsamur í skilningi Gauthiers, sjá
sér hag í að virða samninga og sú ályktun litar síðan allar ákvarðanir hans
og viðhorf.
Logi tíundar kenningu Gauthiers um þetta efni af mikilli alúð og kost-
gæfni. Markmið hans er ekki að hrinda frumforsendunum sem Gauthier
gefur sér, enda væri það efni í aðra bók, heldur að sýna fram á að bláþræð-
ir séu á útfærslunni, þannig að skynsemishyggjan veiti ekki einhlít svör
við því hver hin siðferðilegu boð eigi að vera.
Hyggjum að réttLetinu; menn þurfa meðal annars að koma sér niður á,
meðan þeir búa enn í hinu (hugsaða) forsiðferðilega „ríki náttúrunnar",
hver réttlát skipting lífsgæða eigi að vera. Slík skipting þarf að útiloka
arðrán og frelsisskerðingu. Standa þá allir veljendanna jafnt að vígi áður
en að valinu kemur? Nei, Gauthier hugsar sér að maður hafi rétt til að
skara eld að eigin köku áður en réttlætisboðin eru frágengin, svo fremi að
aðrir standi ekki lakar að vígi fyrir tilverknað hans en þeir hefðu gert ef
hann hefði ekki verið á staðnum og hann sjálfur standi ekki betur að vígi
en hann hefði gert ef aðrir hefðu ekki verið á staðnum (71). Gauthier ger-
ir þar með að sínu afbrigði af hinum fræga fyrirvara Lockes um eignar-
hald: að menn megi ekki gera hluti að sínum með því að „blanda" það sem
þeir færa úr skauti náttúrunnar með vinnu sinni nema þeir skilji eftir „nóg
af jafngóðum hluturn" í sameign handa öðrum.13
í stuttu máli gengur rökfærsla Loga út á að sýna að „hrein skynsemis-
vera“, maður sem enga aðra skynsemi hefur að vopni en hina formlegu og
engin grundvallarstefnumið önnur en að svala eigin löngunum sem mest
og best, þurfi alls ekki að samþykkja þetta skilyrði Lockes og Gauthiers.
Slík „skynsemisvera" gæti, með fullum rétti, kvartað yfir því að ákveðnir
einstaklingar fengju forgjöf í upphafsstöðu Gauthiers; hví má ekki beita
formlegu skynseminni á upphafsstöðuna líka og prútta til dæmis um það
hvort meðfæddir hæfileikar manna eigi að vera í sameign eða séreign, þó
að þeir skerði ekki beinlínis kosti annarra? Umkvörtunarefni „hreinu
skynsemisverunnar“ er því að Gauthier smygli siðferðilegri forsendu inn
í rökfærslu sína á miðri leið. Logi hendir þetta umkvörtunarefni á lofti og
bendir á að hrein nytsemisrök (um svölun langana, óháð því hvers eðlis
þær eru) hrökkvi ekki til að skera úr um hvor upphafsstaðan, sú sem
Gauthier eða „hreina skynsemisveran“ leggur til, sé sú sem velja eigi.
Gauthier mistakist þannig að réttlæta siðferðið með „ósiðferðisbundn-
um“ hætti fyrir mannfólkinu hér og nú, svo að notast sé við þann skiln-
ing á hugtakinu ósibferðisbundinn sem kynntur var til sögu í I. hluta máls
13 Sjá John Locke, Ritgerð um ríkisvald (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafé-
lag, 1986), 5. kafli (þýð. Atli Harðarson).