Skírnir - 01.09.2001, Page 281
SKÍRNIR
HANDAN SJÁLFDÆMIS OG SAMDÆMIS
545
an skyndisóknum til að klekkja á honum. Kjarni málsins er sá að þótt við
sættumst á meginforsendur Habermas um eðli og hlutverk siðferðilegra
samræðna erum við ekki þar með knúin til að fallast á alhæfingarlögmál
hans, sem sé það lögmál (svo að við orðum það ögn nákvæmar en áður)
að siðferðisboð sé gilt ef og aðeins ef allir hlutaðeigandi aðilar geti í sam-
einingu og óþvingaðir samþykkt þær afleiðingar og aukaverkanir boðsins
sem ætla má að fylgispekt við það hafi fyrir hagsmuni og gildismat hvers
og eins (89). Logi tekur hér dæmi af nytjastefnumanni sem trúir því að
siðferðisboð séu gild þá og því aðeins að þau stuðli að heildarhamingju
mannkyns í bráð og lengd, óháð því hvort allir geti fallist á þau eða ekki
við einhverja kjörræðustöðu. Nytjastefnumaðurinn skilur fullkomlega
hvað það þýðir að „réttlæta siðferðisboð“ í skilningi Habermas og auð-
sýnir samræðufélögum sínum alla þá virðingu sem hægt er að krefjast. En
hann hristir hausinn yfir alhæfingarlögmáli Habermas. Logi er ekki að
halda því fram að sú afstaða nytjastefnumannsins sé rétt - hann fellir
raunar engan dóm um það efni - heldur einfaldlega að Habermas eigi
ekkert svar af hreinu skynsemishyggjutagi við afstöðu nytjastefnumanns-
ins sem efahyggjumaðurinn, er aðeins viðurkennir kröfur formlegrar
skynsemi, hljóti að fallast á. Með öðrum orðum: Alhæfingarlögmál
Habermas leiðir ekki af einberum formlegum og ósiðferðisbundnum for-
sendum (112-115). Hann steytir því fót við sama steini og Gauthier varð
hrösult á: Bláköld skynsemishyggjan nægir ekki til að renna stoðum und-
ir réttlætingu þeirra á siðferðinu.
Þessi ávæningssaga af rökum Loga verður að nægja hér þó að hún
fleyti í raun aðeins kerlingar á yfirborðinu og gefi vart nógu rétta mynd
af þeim vöndugleik og nákvæmni sem einkennir rökfærsluna. Hann sýn-
ir einstaka útsjónarsemi við að koma þeim Gauthier og Habermas til
varnar með rökum sóttum í smiðjur þeirra eða, oftar en ekki, í smiðju
sjálfs sín, en allt kemur fyrir ekki: Niðurstaðan er skýr og skilmerkileg
um að réttlæting skynsemishyggjumanna á siðferðinu hvíli á ótraustum
grunni, þó að margt af því sem þeir segja síðan efnislega um siðferðileg
vandamál kunni vel að vera rétt.
Að þessu loknu skiptir Logi um gír. Segja má að hann hafi hingað til
verið í bakkgír, en nú liggur leiðin fram á við með tvíþættri rökfærslu sem
draga má saman á eftirfarandi hátt: Jafnvel þótt Gauthier og Habermas
hefði tekist að réttlæta siðferðið með fulltingi formlegrar skynsemi einn-
ar saman þá hefði slík réttlæting ekki verið nauðsynleg heldur, þvert á
móti, gefið utangarna og villandi mynd af því hvernig annars vegar sjálfs-
mati okkar og hins vegar mati á öðmfólki er háttað. Til þess að gera skýra
og rétta grein fyrir siðferðilegu mati þurfum við á að halda efnislegum
ástæðum, ekki bara formlegum, og þar teflir Logi fram siðferðishyggju
sinni til mótvægis við skynsemishyggjuna. 10.-14. kafli bókarinnar þjóna
því í raun tvíþættum tilgangi: Annars vegar láta þeir lesandanum í té ný,