Skírnir - 01.09.2001, Page 282
546
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
óbein rök gegn hugmyndum Gauthiers (að svo miklu leyti sem þær varða
sjálfsmat) og Habermas (að svo miklu leyti sem þær varða mat á öðrum);
hins vegar kynna þeir siðferðishyggju Loga sjálfs.
Hér er sök sér þótt farið sé enn hraðar yfir útlistunarsögu en áður, þar
sem Logi hefur þegar kynnt sumar af lykilhugmyndum sínum úr þessum
köflum fyrir íslenskum lesendum.14 Hann byrjar á að draga skil milli
veikra og sterkra gildisdóma við mat á eigin lífi og athöfnum. Þeir fyrri
snúast eingöngu um það hversu vel hafi tekist að fullnægja löngunum
okkar; hinir síðari taka hins vegar tillit til annarra, ytri, efnislegra (til
dæmis siðferðilegra) mælikvarða. Samkvæmt sjálfdæmis-skynsemis-
hyggju skipta veikir gildisdómar einir máli í þessu sambandi. Mér býðst
- svo að dæmi sé tekið - rjúpa í jólamatinn; ég hygg að því hvort sú at-
höfn að elda rjúpuna og borða uppfylli langanir mínar eða ekki og tek
ákvörðun samkvæmt því. Hafi ég hins vegar hop af sterkum gildisdóm-
um kann að skipta máli að ég hafi nýlega hlerað að rjúpan sé í útrýming-
arhættu og þó að ég bindi fráleitt djúpar tilfinningar við þennan fugl eða
fuglaveiðar almennt þá skil ég og met rökin gegn veiðum á tegundum sem
hætt er við að deyi út. Ég tek því rökstudda ákvörðun um að afþakka
rjúpuna og met sjálfum mér þá ákvörðun til tekna eftirá. Logi færir rök
að því að sjálfdæmishyggja af tagi Gauthiers, og raunar öll sjálfdæmis-
hyggja, girði fyrir kostinn á gagnrýnum sjálfsskilningi einmitt fyrir þá sök
að hún heimili aðeins veika gildisdóma. Sjálfdæmishyggjumaðurinn getur
ekki skilið eigið líf sem líf í (siðferðilegri) framför eða afturför nema með
því að ganga út frá eigin löngun eða löngunum sem endanlegu viðmiði.
En slíkt rænir hann kostinum á að skilja eigið líf og meta út frá einhverju
ósjálfhverfu markmiði, einhverjum ytri tilgangi. Logi gengur ekki eins
langt og Charles Taylor sem heldur því fram að líf „utangarðsmannsins“
- en svo nefnir hann þann sem eingöngu styðst við veikt gildismat - sé
óskiljanlegt eða óhugsandi; hugsunin hjá Loga er einfaldlega sú að slíkt líf
sé verra en líf þess sem styðst við sterkt gildismat vegna þess að sá síðar-
nefndi „hefur leið til að ljá lífi sínu merkingu sem er lokuð þeim sem ein-
göngu styðst við hlutlausa mælikvarða.“15 Og það að líf í vissum anda sé
merkingarbært en í öðrum merkingarsnautt er vissulega góð ástæða til að
lifa fremur hinu fyrra. Hér skvettist því hagnýt mótbára á Gauthier og
sjálfdæmissinnana til viðbótar hinni röklegu, sem áður var nefnd.
En hvað um mat á öðrum? Afstæðishyggjumenn af ýmsu tagi telja,
sem kunnugt er, að allt siðferðilegt mat á öðrum samfélögum sé afstætt
við tiltekin viðmið; enga sammannlega, hlutlæga dóma sé hægt að fella um
slík efni. Logi og Habermas eru báðir jafnandsnúnir þessu sjónarmiði. En
14 Logi Gunnarsson, „Að skilja lífið og ljá því merkingu" (þýð. Björn Þorsteins-
son), Skírnir 171 (vor 1997).
15 Sama rit, bls. 115.