Skírnir - 01.09.2001, Page 283
SKÍRNIR
HANDAN SJÁLFDÆMIS OG SAMDÆMIS
547
villa samdæmis-skynsemishyggjunnar er að dómi Loga sú að telja útilok-
að að fella sammannlega siðferðisdóma nema út frá formlegum forsend-
um; það sé rangt að pynda fanga vegna þess að skynsamir, óþvingaðir ein-
staklingar myndu komast að þeirri niðurstöðu í kjörræðustöðu að slíkar
pyndingar færu í bága við formlega skynsemi, og þar fram eftir götum.
Logi neitar því ekki að rétt kunni að vera að skynsamir menn myndu
komast að slíkri niðurstöðu en það að álíta samdæmi þeirra vera ástæðu
þess að pyndingarnar séu rangar drepi á drez/ því sem raunverulega er at-
hugavert við pyndingar. Það sem rangt er við pyndingarnar er ekki hvað
einhverjir menn myndu segja um þær við einhverjar tilteknar aðstæður
heldur fólskan sem í þeim felst og ofbeldið gagnvart fórnarlambinu (198).
Ástæðan fyrir því að við eigum ekki að beita fólskubrögðum er sú að þau
eru fólskuleg og, að auki, að þau særa og niðurlægja þann sem fyrir þeim
verður (204). Það að fólskulegar pyndingar séu stundaðar í einhverju
samfélagi á einhverjum tíma, og mærðar þar af þessum eða hinum, skipt-
ir bókstaflega engu máli; þær eru jafnfólskulegar fyrir bragðið (222).
Þetta dæmi skýrir vel hvað Logi á við með efnislegum ástæðum.
„Fólskulegur“ eða „ruddafenginn" eru dæmi um efnisleg hugtök sem
einatt eru notuð sem grundvöllur sterks gildismats. Sú notkun er ekki
dæmi um grunnfæra, óheimspekilega hugsun, eins og skynsemishyggju-
menn myndu segja; þvert á móti ljá slík hugtök okkur bestu mögulegu
ástæðurnar til orða og gerða. Að skyrpa á mann er rangt vegna þess að
það er dæmi um ruddaskap og ruddaskapur er umfram allt siðferðilega
rangur vegna þess að hann er ruddalegur. Réttlætingin fyrir notkun á efn-
islegu (siðferðilegu) hugtaki af þessu tagi byggist, nákvæmar orðað, á
tvennu: (a) að hugtakið sé í eðli sínu þess kyns að það hvetji eða letji til
athafnar og (b) að það tengist öðrum efnislegum hugtökum. Því var unnt
að segja hér áðan að fólskubrögð væru í senn röng vegna þess að þau væru
fólskuleg (eðlisþáttur) og að þau særðu og niðurlægðu aðra (tengslaþátt-
urinn við önnur efnisleg hugtök) (154-155).16 Eitt einkennið á þeim hug-
tökum sem Logi telur grundvöll siðferðilegs mats er að þau eru ekki að-
eins efnisleg heldur líka siðferðileg. Þetta er ástæða þess að sjónarmið
Loga flokkaðist í töflunni góðu, í öndverðu máli, sem siðferðishyggja,
ekki veraldarhyggja. En hugsunina sem þar býr að baki hyggst ég reifa og
vefengja í næsta hluta.
Áður en að því kemur skal þess getið að í 15. kafla snýr Logi sér að
formlegum réttlætingarleiðum siðferðisins sem ekki velta á bjargföstum
16 Með sárindum hlýtur hér að vera átt við siðferðileg sárindi, til dæmis þau að
það særi réttlætiskennd manns og annarra að hann sé órétti beittur. Logi á
naumast við „sársauka" hins pyndaða í líkamlegri merkingu því að þá væri
hann búinn að gefa veraldarhyggju undir fótinn, samanber III. hluta máls míns
hér á eftir.