Skírnir - 01.09.2001, Side 286
550
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
sem gerir ráð fyrir basði efnislegum og siðferðilegum ástæðum þess að
breyta siðferðilega, hafi verið teflt fram gegn formhyggjunni þá virðist
manni það einkum hafa verið gert í því skyni að sýna yfirburði efnislegu
ástæðnanna fram yfir þær formlegu. Ekki er hægt, án ítarlegs rökstuðn-
ings, að samsama þá kenningu að ástæðurnar séu efnislegar hinni, að þær
séu siðferðilegar. Fram að 16. kafla hefur engin bein tilraun verið gerð til
þess að andmæla því að besta réttlætingarleið siðferðisins kunni að velta
á efnislegum en ósiðferðisbundnum ástæðum, það er að segja veraldar-
hyggju. Burtséð frá því hvernig Loga tekst (eða tekst ekki) í 16. kafla að
útiloka þann kost þá hygg ég að það hafi verið mistök hjá honum í upp-
hafi að setja markið jafnhátt og hann gerir. Fyrstu 15 kaflarnir voru yfrið
efni í frábæra bók, andófsrit gegn formhyggju; að bæta við stuttum
lokakafla, sem á að sanna að bestu ástæðurnar séu ekki aðeins efnislegar
heldur einnig siðferðilegar, var ofætlun. Til að gera slíkt vel hefði þurft að
minnsta kosti jafnlangt mál og hann eyðir á formhyggjuna. Ella var höf-
undurinn nánast dæmdur til að gera í nytina sína.
Lykilhugmyndin í 16. kafla er að sýna fram á að aðstæðubundnar efn-
islegar ástæður séu betri en almennar og nota svo þá niðurstöðu sem vopn
gegn veraldarhyggju, jafnt almennri sem aðstæðubundinni. Logi skoðar
nákvæmlega kenningu Bernards Gert sem gerir ráð fyrir almennum
„lista“ yfir atriði sem óskynsamlegt væri að reyna ekki að forðast, svo
sem dauða, sársauka, fötlun, skerðingu á frelsi og rýrnun á ánægju,21 og
að allar haldbærar ástæður gegn athöfn megi rekja til atriða á listanum.
Logi hafnar þessu með þeim rökum, meðal annars, að sársauki sem trú-
maður leggur á sig í meinlætaskyni sé, fyrir honum, alls engin ástæða gegn
meinlætunum, ekki einu sinni veik ástæða, og að rök gegn virkjun vatns-
falls, sem eyðileggi fallegan foss, þurfi alls ekki að velta á atriðum á lista
Gerts, svo sem rýrnun á ánægju sjáandans, heldur á fegurð og stórfeng-
leik fossins sjálfs. Efnislegu ástæðurnar, sem máli skipta í hverju tilfelli,
séu því í eðli sínu aðstæðubundnar, ekki lögmálsbundnar (almennar).
Logi hefur raunar á öðrum stað, en í sama anda, fært athyglisverð rök fyr-
ir því að aðstæðubundnar ástæður nægi fyllilega sem rök fyrir algildi sið-
ferðisdóma; ekki þurfi lögmálsbundnar ástæður til að koma róttækri sið-
ferðilegri afstæðishyggju á kné: „Samkvæmt aðstæðnahyggjunni er eitt-
hvað, sem er algilt, algilt vegna þess að sérhver einstaklingur ætti að fall-
21 Ég flokkaði kenningu Gerts sem almenna siðferðishyggju fremur en almenna
veraldarhyggju í skýringarmyndinni í I. hluta vegna þess að mér virðist sem
sum atriðin á lista hans séu óbjargföst fremur en bjargföst, svo sem frelsisskerð-
ingin (sbr. umfjöllun mína um það hugtak í Social Freedom: The Responsibility
View [Cambridge: Cambridge University Press, 1996]), en slík flokkun er þó
aukaatriði þar sem rök Loga beinast einungis gegn þeirri hugmynd Gerts að
efnislegu ástæðurnar séu almennar.