Skírnir - 01.09.2001, Side 288
552
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
staðreyndin er sú að „rekkjuvoðin hefur sínar deilur", eins og máltækið
segir, og þótt ég sé Hursthouse ósammála um margt þá er veraldarhyggj-
an okkar hjónarúm. Ástæðurnar fyrir því að ég kýs hér greinargerð Hurst-
house fram yfir veraldarhyggju að hætti nytjastefnumanna samtímans26
eru tvær: annars vegar sú að nytjastefnunni fylgja tiltekin vandamál, til
dæmis um eðli hamingjunnar sem stefnt er að,27 er koma ágreiningi mín-
um við Loga sem siðferðishyggjumann ekki við, og þótt ég telji þessi
vandamál leysanleg28 myndi umfjöllun um þau flækja rökræðuna að
óþörfu. Hin ástæðan er að rök Loga gegn aðstæðubundinni veraldar-
hyggju eru mun pastursminni en gegn almennri eða lögmálsbundinni og
því um að gera að láta á þau reyna einmitt þar sem þau eru veikust fyrir.
Samkvæmt dygðakenningu Hursthouse, sem og raunar dygðafræðum
nútímans almennt, réttlætist siðferðið af því að breytni í samræmi við
hinar fjölbreyttu dygðir mannsins stuðli að farsæld hans sem einstaklings.
„Ef þú vilt vera gott eintak af þinni tegund - og hver vill ekki vera það? -
breyttu þá í samræmi við þá dygð sem hæfir hverjum kringumstæðum",
er boðskapurinn. Nú vill að vísu svo til að hjá manninum eru flestar þess-
ara dygða siðferðisdygðir, í tiltölulega þröngri merkingu (góðvild, hjálp-
semi, hugrekki og svo framvegis), og að þær stuðla ekki aðeins að farsæld
hans heldur eru hluti hennar. Því mætti spyrja hvort dygðakenningin feli
ekki fremur í sér siðferðishyggju en veraldarhyggju í skilningi Loga. Svar-
ið við því er neitandi. Mælikvarðinn á mannlega farsæld er á endanum
náttúrulegur eins og hjá öðrum dýrategundum. Það vill ekki svo til um
hunda og hófsóleyjar að siðferðisdygðir séu hluti af farsæld þeirra; samt
er okkur ljóst hvað í því felst að hundur eða hófsóley þrífist og dafni eða
ekki. Og þó svo að um tegundina homo sapiens gildi að ákveðnar félags-
legar og siðferðilegar dygðir séu hluti af farsæld hennar þá er slíkt reynd-
aratriði. Mælikvarðinn sem við notum til að skera úr um réttlætingu þess-
ara dygða er engu að síður af veraldarhyggjutagi.
Samanburðurinn við önnur dýr og jurtir er vel við hæfi hér því að
Hursthouse vísar með velþóknun í þá skoðun Foot að heppilegast sé að
hefja siðfræðinám með því að læra um jurtir og dýr:29 Ulfurinn sem hirð-
ir bráðina en tekur ekki þátt í veiðinni er ekki góður úlfur; hunangsflug-
an sem finnur álitlega blómabreiðu en kemur þeim skilaboðum ekki á
26 Sjá t.d. Brad Hooker, Ideal Code, Real World: A Rule-Consequentialist The-
ory of Morality (Oxford: Clarendon Press, 2000).
27 Logi víkur lítillega að því vandamáli, að svo miklu leyti sem það tengist skiln-
ingi Mills á ánægjuhugtakinu, í nmgr. 16 (254).
28 Sjá ritgerðir mínar, „Nytjastefnan" í Þroskakostum og „Utilitarian Naturalism
and the Moral Justification of Emotions", Intemational Journal of Applied
Philosophy 14 (2000).
29 Samantekt mín á dygðakenningu Hursthouse byggist einkum á 9. og 10. kafla
í On Virtue Ethics: „Naturalism“ og „Naturalism for Rational Animals“.