Skírnir - 01.09.2001, Síða 289
SKÍRNIR
HANDAN SJÁLFDÆMIS OG SAMDÆMIS
553
framfæri við stallsystur sínar er ekki góð hunangsfluga. Hugmyndin sem
hér býr að baki er sú að hugtakið góður um þroskakosti og hátterni jurta
og dýra taki engri eðlisbreytingu þótt farið sé að nota það um fólk og
dagfar þess. Það sem gildir um gott eintak af hófsóley eða hundi, úlfi eða
hunangsflugu, gildir líka, að breyttu breytanda, um manninn. Á öllu ríð-
ur því að afmarka tegundargieði hans og þau eru, eins og hjá öðrum dýra-
tegundum, einkum byggð á (a) farsæld einstaklingsins, (b) viðhaldi teg-
undarinnar og (c) ánægju og lausn undan sársauka; en hjá manninum, sem
skynsamri samfélagsveru, bætist einnig við (d) farsæl sambúð félagshóps-
ins.
Ég skal ekki tíunda dygðakenninguna í meiri smáatriðum hér, en atrið-
ið sem máli skiptir fyrir okkur er blóðtengslin við náttúruna. Siðferðið er
réttlætt af þörf mannsins sem náttúrulegrar tegundar fyrir það: að sið-
ferðið er manninum eðlilegt og hagfellt. Réttlætingin stefnir, rétt eins og
hjá Loga, frá svipheimum sértækrar skynsemi til mannheima, en hún
þrýstir sér dýpra niður, í gegnum gróðurþekju siðferðisins að rótum þess
í moldinni: hinu bjargfasta, rótfasta. Og nú ætla ég að fá að halda því fram
að slík veraldarhyggja geri, í þrenns konar skilningi, betri grein fyrir rétt-
lætingu siðferðisins en siðferðishyggja Loga.
I fyrsta lagi skýrir hún betur sifjafrœði siðferðisins: uppruna þess og
framþróun. Siðferðið kemur til sögunnar sem svar við þörf skynsamrar
dýrategundar fyrir samstillingu ólíkra hagsmuna í heimi takmarkaðra
gæða, og þróun þess helst í hendur við þróun tegundarinnar. í öðru lagi
dregur hún upp raunsærri mynd en siðferðishyggjan af eðli siðlegs upp-
eldis. Þegar fjögurra ára sonur minn spyr hvers vegna hann megi ekki
segja við ömmu sína „amma gamla, ljóta amma“ þá segi ég honum að það
sé dónalegt. Þegar hann spyr hví hann megi ekki gera það sem er dóna-
legt þá hrífur ekki á hann svarið „vegna þess að það er dónaskapur" og
jafnvel ekki „það niðurlægir og særir réttlætiskennd ömmu“. Slík svör
munu vonandi hæfa í mark þegar hann er orðinn fullgildur þátttakandi í
„siðferðisleiknum", en á þessu stigi skilur barnið ekki annað en hið „ósið-
fcrðisbundna" svar „amma verður leið“ með viðeigandi skírskotunum til
þess hvort hann vildi þá vera í sporum hennar. Á endanum er þetta, hygg
ég, hinn bjargfasti grunnur sem réttlæting alls siðferðis veltur á. Með
orðalagi Hursthouse þá svíkst siðferðishyggjan um að taka „fyrsta skref-
ið“, röklega og sögulega, á réttlætingarbrautinni:30 að réttlæta dygðirnar
sem dygðir með tilliti til „ósiðferðisbundinna" afleiðinga. Hér er freist-
andi að bera saman rökræðu um siðferðileg og efnahagsleg verðmæti.31
Fullyrðingar um hin síðarnefndu eru einatt rökstuddar með efnahagsleg-
30 On Virtue Ethics, bls. 228: „Fyrsta skrefið er að réttlæta líknsemi, réttlæti
o.s.frv. sem dygðir", segir hún orðrétt.
31 Ég þigg hugmyndina að slíkum samanburði frá Atla Harðarsyni.