Skírnir - 01.09.2001, Page 292
556
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
fylgt fordæmi Philologusar og sjónum beint að lykilspurn „rammans"
sem fyrr var nefnd. Hún kveikir strax ýmsar afmarkaðri spurningar sem
Philologus dregur fram: (1) hvort sjálf hugmyndin að baki (hug)verki sem
þykist setja tjáningu hugsunar mörk sé ekki sjálfskæð; (2) hvort verk sem
ekki er annað en merkingarleysa geti skýrt eitthvað; (3) hvort slíkt verk
geti lagt grunn að rökstuddri sannfæringu um nokkurn skapaðan hlut; og
(4) hvort verk sem setur tjáningu hugsunar mörk hljóti ekki að hvíla á
einhverju sem sé handan þeirra marka. Philologus stingur upp á þremur
túlkunarkostum sem eiga að halda „rammanum" saman en allir brotna í
spón á endanum. Þessir kostir líkjast túlkunum ýmissa nútímaritskýrenda
og af því veit Commentarius (Logi) þó að Philologus sjálfur gangi þess
dulinn.
Samkvæmt (a) „dulhyggjutúlkuninni“ mun skynugur lesandi „ramm-
ans“ gera sér grein fyrir muninum á merkingu og merkingarleysu því að
þessi munur sé „sýndur", þó að hann sé ekki „sagður", í staðhæfingum
textans.35 Því miður felur þessi túlkun í sér játandi svar við spurningu (4)
sem hins vegar er beinlínis svarað neitandi í inngangi „rammans“. „And-
dulhyggjutúlkunin" (b) gengur út á að staðhæfingar megintextans hafi
skýringarmátt í þeim skilningi að þær séu grófgert kennslutæki, einhvers
konar bráðabirgðaleið, til að hjálpa fólki að greina merkingarbærar hugs-
anir frá merkingarlausum. Vandinn við þessa túlkun er sá að hún svarar
ekki á viðunandi hátt spurningu (3): hvernig slíkt tæki leggi grunninn að
rökstuddri sannfæringu. Þriðji kosturinn, „niðursöllunartúlkunin" (c), er
að lesandinn sjái smám saman ljósið; hann fikri sig frá upphafsstaðhæf-
ingum textans sem virðist merkingarbærar til hinna síðari sem augljóslega
séu það ekki. Sú staðreynd að síðari staðhæfingarnar séu merkingar-
snauðar ljái honum svo góða ástæðu til að ætla að hinar fyrri, sem skiluðu
honum áleiðis þangað, séu jafnmarklausar. En þessi túlkun svarar hvorki
spurningu (2) né (3): Hún skýrir ekki hvers vegna við ættum að treysta
betur tilfinningu okkar í lokin fyrir því að staðhæfingarnar séu merking-
arlausar en hinni sem við höfðum í upphafi um að þær hefðu merkingu.
Lokaályktun Philologusar er að textabrotin sem hann hefur í höndum
lýsi óvinnandi verki; það gildi einu hvað fram komi í milliköflunum glöt-
uðu, innvolsinu: aðferðin sem beitt sé í hinum ókunna og margslungna
texta (það er að segja Tractatus Wittgensteins) sé haldlaus.
Sem fyrr segir hefur Commentarius það forskot á frænda sinn gamla
að vera fullferðugur í umræðuhefð samtímans um Wittgenstein og rit
hans. Hann þekkir einnig innvolsið úr Tractatus, ekki bara rammann.
Þótt Commentarius (Logi) sæki sitthvað til annarra fræðimanna, svo sem
35 Um muninn á „því sem verður sagt og hinu sem einungis verður sýnt“, sjá t.d.
inngang Þorsteins Gylfasonar að Bláu bókinni eftir Wittgenstein (Reykjavík:
Hið íslenzka bókmenntafélag, 1998; þýð. Þorbergur Þórsson), bls. 40-42.