Skírnir - 01.09.2001, Síða 297
SKÍRNIR
PERSÓNUR OG LEIKENDUR
561
hver sá leiktexti sem gefinn hefur verið út í bókarformi einnig bókmennt-
ir, enda leikritun skilgreind sem ein þriggja höfuðgreina fagurbókmennta.
Þá mætti líka með þó nokkrum rétti halda því fram að hver einasti texti sé
„texti sem bíður á stökkpalli" eða „texti í biðstöðu" - eins og Sigurðar
orðar það einnig - texti sem bíður eftir að vera „virkjaður" af túlkanda,
hvort sem um er að ræða lesanda, áhorfanda eða hlustanda.
Ég mun einkum líta á leikritin tvö sem bókmenntir (þ.e.a.s. texta),
enda hafa þau bæði verið gefin út á bók og umfjöllun mín skrifuð undir
þeim formerkjum að vera „grein um bækur". Þó mun ég einnig leyfa mér
að vísa til áðurnefndra sýninga Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavík-
ur á verkunum þegar ég tel að það muni bæta einhverju við umfjöllunina.
Draugar fortíðar, þjáning nútíðar
Þannig hefur eðlisgerð mannsins skert möguleika hans tilþess að öðl-
ast hamingju. Miklu auðveldara er að verða sér út um óhamingju.
Þjáningin steðjar að úr þremur áttum: frá líkamanum, sem er ofur-
seldur upplausn og eyðingu, frá umheiminum, sem á það til að æða
gegn okkur með yfirþyrmandi og miskunnarlausum eyðingaröflum,
og loksfrá samskiptum okkar við aðra menn. Ef til vill er súþjáning-
in mest, sem kemur fráþessu síðastnefnda.6
Ég er búin að setja skilti á hurðina mína. Bannaður aðgangur fyrir
drauga fortíðarinnar.7
Fyrri tilvitnunin hér að ofan er tekin úr einni af síðustu bókum Sigmund-
ar Freuds, Undir oki siðmenningar, og gæti hún sem best staðið sem eink-
unnarorð fyrir bæði þau leikrit sem hér eru til umræðu. Þær þrjár upp-
sprettur mannlegrar þjáningar sem Freud nefnir, líkaminn, umheimurinn8
og mannleg samskipti, koma allar augljóslega mikið við sögu í Einhver í
dyrunum og einnig í Hægan, Elektra, þótt þar séu þær kannski ekki eins
augljósar allar þrjár. Leikritin lýsa mannlegri þjáningu sem hefur hverfst
inn í persónurnar, vitund þeirra og dulvitund, og veldur þeim djúpstæðri
óhamingju. í þeim fylgjumst við með aðalpersónunum berjast við að halda
„draugum fortíðarinnar" frá sér en sú barátta er fyrirfram töpuð, þeir
6 Sigmund Freud. Undir oki siðmenningar. (fslensk þýðing: Sigurjón Björnsson).
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1997, bls. 23.
7 Sigurður Pálsson. Einhver í dyrunum, 2/51. Tilvísanir til þessa leikrits eru í út-
gáfu LR á textanum í leikskránni, tölurnar vísa til atriðis og blaðsíðutals.
8 Hugtakið „umheimurinn“ rúmar í þessu tilviki einnig „náttúruna" og „eyð-
ingaröflin“ geta því bæði verið af völdum náttúrunnar, svo sem jarðskjálftar, eld-
gos o.þ.h., en einnig það eyðingarafl sem einna hættulegast hefur verið mönnum
í gegnum tíðina: stríð.