Skírnir - 01.09.2001, Page 299
SKÍRNIR
PERSÓNUR OG LEIKENDUR
563
Baldur: /.../ Hvernig hefurðu ... hefurðu farið eitthvað út í dag?
Kolbrún: Ut nei, ég hef ekki farið.
Baldur: Nei, ég var að hugsa um þetta sem við vorum að tala um
þarna, þetta sem við sáum auglýst...
Kolbrún: Ég gat ekki farið.
Baldur: En af hverju ... ég var búinn að hringja ...
Kolbrún: Ég gat það ekki ... get það ekki.
Baldur: Jæja, ég var bara að segja að við vorum búin að tala um að þú
færir þarna í viðtal og athugaðir þetta; þeir voru virkilega að leita að
(fólki) ...
Kolbrún: (Brestur) Ég þorði ekki, gat ekki farið út, þorði ekki að
mæta fólki ... (2/52)
Sigurður Pálsson hefur sjálfur bent á að Einhver í dyrunum sé öðrum
þræði athugun hans á „mörkum bilunar og heilbrigðis" og nefnir hann
sérstaklega í því sambandi „hysteríu“ og „einæði“.10 Sé leikritið lesið út
frá þessum sjónarhóli kemur fljótlega í ljós að orsakirnar fyrir sjúkdómi
Kolbrúnar munu afhjúpast stig af stigi með framvindu leikfléttunnar - og
þannig er ekki einungis hægt að lesa sjúkrasögu hennar í verkinu heldur
er einnig hægt að sjá hvernig henni batnar. Reyndar eru sjúkrasögur leik-
ritsins fleiri en ein því flestar persónur þess ramba á hinum óljósu mörk-
um „bilunar og heilbrigðis“. Kolbrún er nokkuð dæmigerður sefasýkis-
sjúklingur, einæðið virðist hins vegar þjá bæði Baldur eiginmann hennar
og Vilmar, ungan aðdáanda hennar, auk þess sem hjúkrunarkonan Vigdís,
móðir Vilmars, hefur fengið taugaáfall í kjölfar þess að starfa á stríðs-
átakasvæði.
Einhver í dyrunum skiptist í tólf atriði. Átta þeirra fara fram á heimili
Kolbrúnar og Baldurs en fjögur gerast á sjúkrastofnun. Bygging verksins
er brotakennd en brotin raðast hægt og hægt saman í eina órjúfanlega
heild, falla saman í mynd þar sem engu er ofaukið. Engar beinar vísanir er
að finna í verkinu sem staðsetja það í tíma en þó er ljóst að ytri tími þess
er nútíminn. Þó að það sé ekki sagt beinum orðum má álykta að stríðs-
átakasvæðið sem Vigdís starfaði á sé í Bosníu, á einum stað er talað um
„borgarastríð" sem „er að gerast hérna rétt hjá okkur“ (9/81) og talað er
um „þjóðernishreinsanir" á öðrum stað (8/79). í upphafs- og lokaatriði
leikritsins er vísað til komandi vetrar („það á eftir að kólna mikið“) og því
óhætt að álykta að innri tími verksins spanni eitt ár. Persónur Ieikritsins
eru fimm,* 11 auk þeirra fjögurra sem áður eru nefndar kemur við sögu ung
10 Tilvitnað rit, bls. 14.
11 Reyndar koma tvær „utangáttaverur" fyrir í tveimur atriðum verksins, en þær
tengjast ekki beint leikfléttunni og höfundur setur það £ vald leikstjóra hvort
þær eru hafðar með í uppsetningu leikritsins, sbr.: „(Hér gœtu birst tvxr utan-
gáttaverur baksviðs. Forgengilegar en glaðbeittar, einhvers konar líkamnaðir