Skírnir - 01.09.2001, Page 300
564
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
SKÍRNIR
kona, Laufey að nafni. Laufey hefur starfað erlendis sem fyrirsæta og
fljótlega kemur í ljós að persóna hennar endurspeglar á margan hátt for-
tíð Kolbrúnar eða líkist Kolbrúnu þegar hún var ung. Það er reyndar gef-
ið í skyn að Laufey sé ekki annað en hugarburður Kolbrúnar, hið yngra,
innra sjálf hennar. I samskiptum þeirra tveggja má því lesa innri baráttu
Kolbrúnar við fortíðina. Meira um það síðar.
Sá sem les leikritið hratt yfir án þess að gefa sérstakan gaum að sam-
setningu textans - orðavali, myndmáli, innbyrðis tengslum orða, táknum
o.s.frv. - væri að öllum líkindum með eftirfarandi staðreyndir um efni
verksins á hreinu: Kolbrún er fyrrverandi leikkona sem hætti að leika eftir
að hún fór með kvikmyndahlutverk hjúkrunarkonu sem fékk taugaáfall í
kjölfar hjálparstarfs á stríðsátakasvæði. Þegar Kolbrún átti að fara með
textann sem lýsir orsökum taugaáfalls hjúkrunarkonunnar gerðist það
ítrekað að hún gleymdi honum og gat ekki munað hann þrátt fyrir að
reynt væri aftur og aftur að taka atriðið upp. Kolbrún lýsir þessari
reynslu sem „djöfulsins martröð" og er ekki viss um hvort henni hafi að
lokum tekist að komast í gegnum textann (eftir meira en tvö hundruð til-
raunir) eða hvort upptökum hafi einfaldlega verið hætt (11/94). Eftir
þessa reynslu einangrar Kolbrún sig inni á heimili sínu og hættir að um-
gangast fólk. Hjónaband hennar og Baldurs hangir á bláþræði, hann vinn-
ur á skrifstofu á daginn og er ástríðufullur fiðrildasafnari í frístundum.
Áhugamálið veldur tíðum fjarverum hans frá heimilinu á kvöldin eða er
notað sem átylla til að fara út. Kolbrún þarf að kljást við einsemd og
brostna drauma og örvænting hennar og heift bitnar á Baldri í þau fáu
skipti sem hann er heima við. Þessu heimilismunstri er raskað þegar inn á
heimilið koma óvæntir gestir; fyrst unga stúlkan, Laufey, sem er í leit að
herbergi til leigu og síðan ungi aðdáandinn, Vilmar. Vigdís móðir hans er
hjúkrunarkona sem hefur gegnt hjálparstörfum á stríðsátakasvæði erlend-
is og er saga hennar undarlega lík sögu hjúkrunarkonunnar í síðustu kvik-
mynd Kolbrúnar. Við komu þessara persóna inn í líf Kolbrúnar og Bald-
urs fer af stað afdrifaríkt ferli sem, áður en yfir lýkur, á eftir að verða þeim
til góðs, eftir öllum sólarmerkjum að dæma.
Sjálfsmyndir
Af þessari lýsingu á aðstæðunum sem lýst er í leikritinu má vera ljóst að
Kolbrún er aðalpersónan, sá ás sem flétta verksins snýst um. Þetta er
áréttað í fyrsta atriði leikritsins en þar er lagður grundvöllur að táknheimi
afgangar af fólki eða bugsunum.)“ (1/47). f síðara skiptið sem utangáttaverurnar
birtast í verkinu (7/71) er tekið með atriði úr eldra leikriti Sigurðar Pálssonar, Mið-
jarðarför (frumsýnt 1983). Utangáttaverurnar gegna þá allt eins hlutverki texta-
tengsla innan höfundarverks Sigurðar, en eru ekki nauðsynlegar fyrir framvinduna
í því verki sem hér er verið að fjalla um.