Skírnir - 01.09.2001, Page 301
SKÍRNIR
PERSÓNUR OG LEIKENDUR
565
þess. Þau tákn sem þar eru kynnt til leiks vísa öll til sjálfsmyndar og sjálfs-
skilnings Kolbrúnar. Ég mun fjalla nokkuð ítarlega um þetta upphafs-
atriði vegna þess að mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessum táknum
sem hljóma síðan eins og endurtekin stef í leikritinu allt til enda. Atriðið
í heild er aðeins fjórar og hálf blaðsíða að lengd og sýnir það glöggt á
hversu markvissan hátt er unnið með orðin. Leikritið hefst á vísun til
andlegrar vanlíðunar Kolbrúnar og augljóst er að tengsl hennar og Bald-
urs eru trosnuð: „... ég var að reyna að skýra þetta út fyrir þér ... en það
... það er trúlega til lítils ...“, segir Kolbrún þegar hún reynir að tjá hon-
um vanlíðan sína. Á eftir þessum orðaskiptum þeirra staðhæfir Kolbrún
að hún hafi „breyst" en þá breytingu er ekki hægt að sjá með berum aug-
um, heldur liggur hún á tilfinningalegu sviði: „Ég sé það ekki, ég finn
það“, reynir hún að útskýra fyrir Baldri, og síðar: „Ég finn allt betur eftir
að ég braut spegilinn". Spegillinn sem um ræðir er brúðkaupsgjöf og gef-
inn „af góðum hug“, eins og Baldur orðar það. Spegillinn er algengt og
dramatískt tákn bókmenntanna um hið firrta sjálf eða þá mynd af okkur
sjálfum sem kemur til okkar frá Hinum. Það skiptir engu máli hvort slík
mynd er gefin af góðum eða illum hug, það sem máli skiptir er að hún get-
ur átt lítið skylt við þá mynd sem við skynjum sjálf innra með okkur. Með
því að láta Kolbrúnu brjóta spegilinn (mynd annarra: firrta sjálfsmynd) er
því verið að gefa í skyn að því óbreytta ástandi sem varað hefur í lífi Kol-
brúnar lengi sé ef til vill að ljúka og nýtt tímabil að hefjast. En til þess að
ástandið geti batnað þarf það fyrst að versna, þ.e. Kolbrún þarf að horfast
í augu við orsakir vanlíðunar sinnar, meðvitað og ómeðvitað, og uppræta
þær. Upphaf þessara umbreytinga markast af því að Kolbrún brýtur speg-
ilinn og hnykkt er á táknrænu gildi hans í eftirfarandi orðræðu Kolbrún-
ar um leið og kynnt er til sögunnar annað sjálfstákn:
Ég var bara að segja að ég finn allt betur, finn það, sé það ekki neitt og
allra síst í spegilmynd sem „var gefin af góðum hug“. Ég finn það, finn
það best þegar ég horfi hérna út um eldhúsgluggann á öspina í garð-
inum. Og það var í gær sem ég fann það svo vel þegar ég horfði á hana
að það á mikið eftir að kólna. Alveg þangað til greinarnar standa stíf-
ar í frostinu og marrar í snjónum. Allt botnfrýs og svörðurinn er ekki
annað en nístandi harður kökkur. Ég hlakka til. (1/48)
Öspin í garðinum á eftir að koma við sögu við og við eftir því sem líður
á leikritið og er greinilega ætlað táknlegt gildi. Þessi fyrsta mynd hennar
er áhrifamikil og samsvarar líðan Kolbrúnar. Stífar greinarnar og botn-
frosinn svörðurinn er áhrifamikil mynd af því frosna tilfinningalífi sem
þarf að þíða til þess að Kolbrún geti tekist á við lífið á nýjan leik. Kol-
brúnu er ofraun að horfa á öspina. Henni finnst þó skárra að horfa á
hana frosna, í dvala undir snjó á veturna, heldur en „þetta iðandi lifandi
brjálæði í garðinum" á sumrin (7/72). Kolbrún ráðgerir einnig að láta