Skírnir - 01.09.2001, Page 303
SKÍRNIR
PERSÓNUR OG LEIKENDUR
567
(Laufey komin í dyrnar. Andrúmsloftið, lýsing eða annað á einhvern
hátt annarleg, þó ekki sé verið að segja berum orðum: „þetta er
draumur“ eða eitthvað þess háttar heldur þvert á móti: raunsœislegt
andrúm með einhverri „unheimlich“ viðhót, vart greinanlegri.
Kannski eru þœr stundum eins og spegilmynd hvor af annarri.) (5/66)
Laufey stígur fram á sviðið í fimm af tólf atriðum leikritsins og aðeins
þegar KolSrún er ein og hún hefur hvorki orðaskipti né samskipti við
aðra en Kolbrúnu. Laufeyju má túlka sem innra, yngra sjálf Kolbrúnar,
þann hluta sjálfsmyndar hennar og fortíðar sem hún vill ekki kannast við,
vill gleyma eða bæla. En það sem Laufey táknar er geymt en ekki gleymt
og sækir á Kolbrúnu. Það er því viðeigandi að Laufey kemur í leit að her-
bergi og er „að hugsa um að koma [sér] fyrir“ (1/49). Kolbrún vill hins
vegar ekki kannast við að neitt herbergi sé til leigu hjá henni og flæmir
Laufeyju burtu. Áður höfum við þó fengið að vita að Laufey hefur starf-
að erlendis sem fyrirsæta og síðar kemur í ljós að það samsvarar reynslu
Kolbrúnar sjálfrar. Laufey er „draugur úr fortíðinni" sem Kolbrún vill
banna aðgang, jafnvel drepa eða eyða með einhverjum ráðum. Athyglis-
verð eru orðin sem Kolbrún segir við Laufeyju undir lok fyrsta fundar
þeirra: „Þú ert verri en öspin í garðinum, verri en starrarnir, minnir á
maðkinn sem leggst á laufin á trjánum og étur þau“ (1/50). Margt má lesa
út úr þessum orðum ef bæði Laufey og öspin tákna Kolbrúnu sjálfa.
Mynd Laufeyjar í gervi maðksins sem nagar lauf asparinnar gæti þá vísað
til þeirrar bældu minningar sem nagar samvisku Kolbrúnar og veldur
sefasýki hennar. En hér er mynd maðksins ekki valin af neinu handahófi
heldur er um mjög markvissan þátt í táknheimi verksins að ræða. Strax á
eftir þessum orðum Kolbrúnar hverfur Laufey af sviðinu en Baldur birt-
ist „úti í garði baksviðs með fiðrildaháf" (1/50). Það er fiðrildasafnarinn
Baldur sem lýkur þessu þéttofna upphafsatriði leiksins með stuttri ræðu
um fiðrildi sem endar á orðunum: „Fiðrildi myndbreytast algjörlega.
Lirfurnar eru jurtaætur og sumar meindýr!" (1/50). Eins og kunnugt er á
myndbreytingarferli fiðrilda sér þrjú stig: fyrst er það lirfan eða maðkur-
inn sem síðan spinnur sér hjúp úr silkiþræði - púpu - sem fóstrar hann
þar til fullskapað fiðrildið brýst út og flýgur burtu. í sjöunda atriði leik-
ritsins segir Kolbrún á einum stað: „Ég verð að reyna að vefa úr orðum
einhvern hjúp handa líkamanum svo hann þori út úr húsi ..." (7/74). Af
framansögðu ætti að vera ljóst að fiðrildið er enn eitt tákn verksins sem
tengist Kolbrúnu og sjálfsmynd hennar. Laufey er maðkurinn, eins og
Kolbrún hefur reyndar orðað það, eða fyrsta stigið. Púpustigið er síðan
sjálft ferlið sem lýst er í leikfléttunni og lýsa mætti sem leið Kolbrúnar
niður í hyldýpi sefasýki, innilokunar og bælingar og síðan upp aftur í
þeim átökum sem að lokum leiða til batans. Lokamyndbreytingin, eða
fiðrildið fullskapað, vísar þá til Kolbrúnar sjálfrar. Kristín Jóhannesdótt-