Skírnir - 01.09.2001, Page 305
SKÍRNIR
PERSÓNUR OG LEIKENDUR
569
fara með tiltekinn texta, vegna þess að í textanum eru hliðstæður við hina
bældu reynslu, orð og myndir sem skapa tengsl á milli vitundar og dul-
vitundar og kalla minninguna fram. En vegna mótstöðu kemst hún ekki
upp á yfirborðið og ummyndast því í sjúklegt, líkamlegt viðbragð: þögn,
minnisleysi, „blakkát".
Sefasýki er geðrænn sjúkdómur sem samkvæmt Freud „villir einatt á
sér heimildir og birtist í dulargervi aðskiljanlegra alvarlegra sjúkdóma".13
Sjúkdómseinkennin geta verið af margvíslegum og ólíkum toga, allt eftir
því hverjar rætur vandans eru hjá viðkomandi einstaklingi. En meðferð
sjúkdómsins er einatt í því fólgin að grafast fyrir um þessar rætur til þess
að geta upprætt sjúkdómseinkennin. Kenning Freuds gengur út frá því að
sefasýki megi í öllum tilvikum rekja til sálræns áfalls sem sjúklingurinn
hefur orðið fyrir en bælt. Bælingin er einn algengasti varnarhátturinn sem
sjálfið grípur til þegar það verður fyrir óbærilegri reynslu og í henni er
fólgið að vitundin „gleymir“ atburðinum sem framkallaði hið sálræna
áfall, en vitneskjan um hann býr þó engu að síður áfram með manneskj-
unni í dulvitundinni. Þessi dulvitaða vitneskja leitar upp á yfirborðið -
upp í vitundina - en mætir svo sterkri mótstöðu að hún kemst aðeins í
gegn dulbúin og afbökuð og þá oftast í formi sjúklegra andlegra og lík-
amlegra einkenna. Fræg er sú fullyrðing Freuds að sefasýkissjúklingar
þjáist af endurminningum:
Sefasýkissjúklingar okkar þjást af endurminningum. Sjúkdómsein-
kenni þeirra eru leifar og minningartákn tiltekinna atvika, sem hafa
valdið sálrænum áföllum. [...] Það er ekki nóg með það, að slíkur
sjúklingur muni löngu liðna, bitra reynslu, heldur rígheldur hann í
hana með tilfinningum sínum. Flann getur ekki losað sig frá fortíð-
inni, og hennar vegna vanrækir hann allt það, sem er raunverulegt og
aðkallandi. Þessi fjötrun sálarlífsins við sálræn áföll er eitt mikilvæg-
asta og raunar afdrifaríkasta sérkenni taugaveiklunar.14
Hið sálræna áfall sem leikkonan Kolbrún varð fyrir og leiðir til sefasýkis-
einkenna hennar tengist fóstureyðingu sem hún fór í þegar hún dvaldi í
París á yngri árum sínum. Þangað fór hún til að starfa sem fyrirsæta (eins
og Laufey), varð ólétt eftir einhvern „tískukóng" eða „smákóng", eins og
hún orðar það. Löngu síðar kemur í ljós að fóstureyðingin hefur haft af-
drifaríkar afleiðingar; hún hefur fengið sýkingu og verður ófrjó í kjölfar-
ið. Þessar upplýsingar koma fram í áttunda atriði leikritsins en áður hef-
ur ýmislegt verið gefið í skyn varðandi fóstureyðinguna. Málið fer að
13 Sigmund Freud. Um sálgreiningu. íslensk þýðing: Maia Sigurðardóttir.
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1976, bls. 39.
14 Tilvitnað rit, bls. 47 og 49.